Einn hinna handteknu ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 13:45 Frá vettvangi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld. vísir/eyþór Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014. Ákæran var gefin út í október í fyrra en aðalmeðferð málsins mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Ákæran er ítarleg og í mörgum hlutum en alls voru níu manns ákærðir fyrir meðal annars stórfelld fíkniefnalagabrot og/eða brot á tolla-og lyfjalögum. Sveinn Gestur er ákærður í 3. og 4. hluta ákærunnar. Annars vegar sætir hann ákæru fyrir að hafa tekið við tæplega hálfu kílói af kókaíni á hóteli við Þórsgötu í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2014. Annar maður var einnig ákærður fyrir aðild að þessu broti, það er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn, en hann er látinn. Hins vegar er Sveinn Gestur ákærður fyrir fíkniefnalagabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum 0,05 grömm af ecstacy og 0,06 grömm af kókaíni sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir að hann var handtekinn á hótelinu í miðbænum. Árið 2012 var Sveinn dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir tvær líkamsárásir sem hann framdi árið 2013. Sveinn Gestur var náinn vinur Arnars Jónssonar Aspar sem lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás af hendi Sveins og fimm annarra við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal.Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að Sveinn hafi hringt á Neyðarlínuna, kynnt sig með nafni og tilkynnt að senda þyrfti sjúkrabíl að Æsustöðum. Í símtalinu heyrist þegar Sveinn leggur símann frá sér og öskrar ókvæðisorð að Arnari um fíkniefnaskuld sem lá þá meðvitundarlaus á jörðinni. Sveinn Gestur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014. Ákæran var gefin út í október í fyrra en aðalmeðferð málsins mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Ákæran er ítarleg og í mörgum hlutum en alls voru níu manns ákærðir fyrir meðal annars stórfelld fíkniefnalagabrot og/eða brot á tolla-og lyfjalögum. Sveinn Gestur er ákærður í 3. og 4. hluta ákærunnar. Annars vegar sætir hann ákæru fyrir að hafa tekið við tæplega hálfu kílói af kókaíni á hóteli við Þórsgötu í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2014. Annar maður var einnig ákærður fyrir aðild að þessu broti, það er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn, en hann er látinn. Hins vegar er Sveinn Gestur ákærður fyrir fíkniefnalagabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum 0,05 grömm af ecstacy og 0,06 grömm af kókaíni sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir að hann var handtekinn á hótelinu í miðbænum. Árið 2012 var Sveinn dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir tvær líkamsárásir sem hann framdi árið 2013. Sveinn Gestur var náinn vinur Arnars Jónssonar Aspar sem lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás af hendi Sveins og fimm annarra við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal.Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að Sveinn hafi hringt á Neyðarlínuna, kynnt sig með nafni og tilkynnt að senda þyrfti sjúkrabíl að Æsustöðum. Í símtalinu heyrist þegar Sveinn leggur símann frá sér og öskrar ókvæðisorð að Arnari um fíkniefnaskuld sem lá þá meðvitundarlaus á jörðinni. Sveinn Gestur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45