Jáeindaskanninn tekinn í notkun í haust: Upphafleg áætlun sögð óraunhæf Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 14:30 Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, tók fyrstu skóflustunguna að húsi jáeindaskannans í janúar 2016. Vísir/Vilhelm Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17
Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53