Gullskór Íslands og Evrópu sneri aftur í gær og lítur á EM sem gulrót Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2017 13:00 Harpa Þorsteinsdóttir fékk gullskóinn í fyrra. vísir/eyþór Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöldi þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-1 tapi Íslandsmeistaranna á móti Þór/KA í toppslag deildarinnar. Þetta var fyrsti leikur Hörpu eftir barnsburð en hún ól sitt annað barn í byrjun mars. Hún spilaði síðast í 1-1 jafntefli Stjörnunnar á móti Breiðabliki í byrjun september á síðasta ári. Endurkomu Hörpu hefur verið beðið með eftirvæntingu enda lykilmaður í íslenska landsliðinu sem hefur leik á EM í Hollandi um miðjan júlí. Harpa var markahæsti leikmaður undankeppninnar með tíu mörk í sex leikjum og leiddi Stjörnuna til Íslandsmeistaratitilsins með 20 mörkum á síðustu leiktíð sem tryggðu henni gullskóinn. Harpa var eðlilega ekki valin í landsliðshópinn sem mætir Írlandi og Brasilíu í vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar en nú fær Harpa tvo deildarleiki og einn bikarleik til að komast í gang ætli hún sér sæti á EM. „Ég er bara fín,“ sagði Harpa við Vísi eftir leikinn í gær. „Ég er mjög glöð að vera komin aftur og með að fá mínútur. Mér líður bara vel.“ Harpa sagði í viðtali við Akraborgina fyrr í þessum mánuði að löngunin til að spila fótbolta væri að vakna aftur núna en hún hefur vitaskuld verið upptekin að sjá um nýja barnið. En ætlar hún á EM? „Ég stefni bara á að spila betur og betur. Við sjáum svo til hvert það leiðir. Auðvitað er maður alltaf með EM sem gulrót,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöldi þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-1 tapi Íslandsmeistaranna á móti Þór/KA í toppslag deildarinnar. Þetta var fyrsti leikur Hörpu eftir barnsburð en hún ól sitt annað barn í byrjun mars. Hún spilaði síðast í 1-1 jafntefli Stjörnunnar á móti Breiðabliki í byrjun september á síðasta ári. Endurkomu Hörpu hefur verið beðið með eftirvæntingu enda lykilmaður í íslenska landsliðinu sem hefur leik á EM í Hollandi um miðjan júlí. Harpa var markahæsti leikmaður undankeppninnar með tíu mörk í sex leikjum og leiddi Stjörnuna til Íslandsmeistaratitilsins með 20 mörkum á síðustu leiktíð sem tryggðu henni gullskóinn. Harpa var eðlilega ekki valin í landsliðshópinn sem mætir Írlandi og Brasilíu í vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar en nú fær Harpa tvo deildarleiki og einn bikarleik til að komast í gang ætli hún sér sæti á EM. „Ég er bara fín,“ sagði Harpa við Vísi eftir leikinn í gær. „Ég er mjög glöð að vera komin aftur og með að fá mínútur. Mér líður bara vel.“ Harpa sagði í viðtali við Akraborgina fyrr í þessum mánuði að löngunin til að spila fótbolta væri að vakna aftur núna en hún hefur vitaskuld verið upptekin að sjá um nýja barnið. En ætlar hún á EM? „Ég stefni bara á að spila betur og betur. Við sjáum svo til hvert það leiðir. Auðvitað er maður alltaf með EM sem gulrót,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira