Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. maí 2017 12:30 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. „Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32