Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 18:12 Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi hins vinsæla Costco-hóps, ætlar að gera sér ferð í Costco í góðu tómi. Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“ Costco Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“
Costco Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira