Veitingakona í Austurstræti segir alla orðna brjálaða í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Sendibílarnir voru í röðum utan við Caruso og aðra staði í Austurstræti fyrir hádegi í gær. vísir/eyþór „Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00