Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 14:51 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. Þetta segir Birgitta á Facebook-síðu sinni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómaranna til umfjöllunar í gær og í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa á því að tillaga hennar standist lög, en Sigríður vill að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið. „Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi,“ segir Birgitta. Jón Þór Ólafsson, samflokksmaður Birgittu, ítrekaði afstöðu minnihlutans á þingfundi í morgun og sagði dómafordæmi fyrir því að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með tilnefningu dómara til Landsréttar – sem Sigríður vísaði þó á bug. „Árni Matthiesen, fyrrverandi ráðherra, var dæmdur til að greiða skaðabætur í því máli. En stóri skaðinn þá og stóri skaðinn af þessu ferli, þar sem fjórir dómarar eru teknir út og fjórir aðrir settir inn – ef það er ekki gert með rökstuðningi sem uppfyllir dómafordæmi þá er stóri skaðinn sá að það er verið að grafa undan dómskerfi landsins,“ sagði Jón Þór. Sigríður sagðist telja dóminn yfir Árna ekki eiga við í þessu máli. Lagaumhverfið nú sé allt annað. „Ég held að þessi dómur lúti ekki að þeim málsatvikum sem hér liggja fyrir þinginu. Það Hæstaréttarmál laut að skipun í embætti héraðsdómara á árinu 2007 í allt öðru lagaumhverfi en nú er,“ sagði Sigríður.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun. 31. maí 2017 11:09