Segir það siðferðislega vafasamt af WOW að hefja flug til Ísrael Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. maí 2017 18:45 WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57