Segir það siðferðislega vafasamt af WOW að hefja flug til Ísrael Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. maí 2017 18:45 WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57