Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Valsmenn fagna í leikslok. vísir/ernir „Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“ Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira