Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 11:30 Sigrún segir það mikið áhyggjuefni hversu mjög er að fjölga í hópi HIV jákvæðra. Vísir/Getty Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum. Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum.
Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27