Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd 23. maí 2017 10:45 Valsmenn fagna eftir að Guðjón Pétur Lýðsson kom þeim yfir gegn KR-ingum. vísir/anton Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með þremur leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjarnan og Valur unnu sterka sigra og sitja á toppi deildarinnar með 10 stig. Fjölnir vann sögulegan sigur á FH sem er aðeins með fimm stig. Breiðablik vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu á Víkingi R. og réði svo fyrrum þjálfara liðsins. ÍBV er komið með sjö stig eftir sigur í Ólafsvík og Grindavík sótti sigur á Skagann.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Víkingur Ó. 0-3 ÍBVVíkingur R. 2-3 BreiðablikStjarnan 2-1 KAÍA 2-3 GrindavíkFH 1-2 FjölnirValur 2-1 KRFjölnsmenn gáfu ekkert eftir á móti Íslandsmeisturum FH í kvöld.Vísir/AntonGóð umferð fyrir ...... Andra Rúnar Bjarnason Bolvíkingurinn skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Grindavík vann 2-3 sigur á ÍA á Akranesi. Andri Rúnar hefur aðallega leikið í neðri deildunum og gert gott mót þar en núna er hann að blómstra í deild þeirra bestu. Fyrir tímabilið hafði Andri Rúnar skorað tvö mörk í efstu deild en hefur hann tvöfaldað þann markafjölda eftir fjórar umferðir í ár. Andri Rúnar og Grindvíkingar eru í fínum málum í 4. sæti deildarinnar með sjö stig.... Kristján Guðmundsson Eyjamenn hafa svarað stórtapinu fyrir Stjörnunni í 2. umferð á besta mögulega hátt; með þremur sigrum í röð, tveimur í Pepsi-deildinni og einum í Borgunarbikarnum. Kristján breytti um leikkerfi eftir tapið í Garðabænum og það hefur gefið góða raun. Margt hefur breyst á tveimur vikum. Eftir skellinn gegn Stjörnunni var talað um krísu í Eyjum en núna er ÍBV í 6. sæti deildarinnar með sjö stig, á undan KR og FH.... Fjölnismenn Grafarvogsbúar gerðu góða ferð í Kaplakrika og unnu 1-2 sigur á Íslandsmeisturum FH. Þetta var söguleg stund fyrir Fjölni en þetta var fyrsti sigur liðsins á FH í efstu deild. Fjölnismenn hafa stundum sleppt því að veita FH-ingum keppni í leikjum liðanna en það var allt annað uppi á teningnum í Krikanum í gær. Fjölnismenn eru nú komnir með sjö stig og geta verið nokkuð sáttir við uppskeru sumarsins til þessa.Víkingar hafa tapað þremur leikjum í röð og eru þjálfaralausir.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Guðmund Stein HafsteinssonFramherjinn stóri og stæðilegi gerði félögum sínum engan greiða þegar hann lét reka sig út af í 0-3 tapi Víkings Ó. fyrir ÍBV á heimavelli. Guðmundur Steinn fékk gult spjald eftir tæpan hálftíma og var á hálum ís eftir það. Á 55. mínútu fékk hann svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að fara í Halldór Pál Geirsson, markvörð Eyjamanna. Staðan var 0-1 fyrir ÍBV þegar Guðmundur fékk reisupassann. Einum færri áttu Ólsarar litla möguleika og fengu á sig tvö mörk undir lokin.... Víkinga Víkingur R. missti þjálfarann sinn á föstudaginn og tapaði svo fyrir Breiðabliki á sunnudaginn. Ekki góðir dagar í Fossvoginum. Eftir sigurinn góða á KR í 1. umferðinni hefur Víkingur tapað þremur leikjum í röð og staða liðsins er ekki góð. Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson er meiddur sem og framherjinn Geoffrey Castillon sem skoraði í fyrstu tveimur umferðunum. Víkingar eru enn í þjálfaraleit og þurfa að finna lausn á því máli sem fyrst.... FH-inga Íslandsmeistararnir hafa farið rólega af stað og sitja í 8. sæti deildarinnar með aðeins fimm stig. FH-ingar unnu sigur á Skaganum í 1. umferðinni en hafa síðan aðeins náð í tvö stig. Varnarleikur FH hefur verið slakur í upphafi móts; liðið hefur fengið á sig sjö mörk og á enn eftir að halda hreinu. Nýju mennirnir sem FH fékk fyrir tímabilið hafa lítið sýnt. FH mætir KR á sunnudaginn og má ekki við því að tapa þeim leik. Annars er hætta á að Íslandsmeistararnir lendi átta stigum á eftir toppliðunum.Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn KA á síðustu stundu.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Smári Jökull Jónsson á Valsvelli: „Þeir félagar hjá KR-útvarpinu eru mættir og byrjaðir að undirbúa sig fyrir leikinn. Þeir verða vafalaust hressir að vanda. Þeir skelltu í viðtal við Óla Jó áðan en Óli hefur staðið við hliðarlínuna í lengri tíma og sagt brandara, hann virðist allavega vera í miklu stuði.“Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika: „Það verður að segjast að það er einhver doði yfir Kaplakrikanum þessa stundina, spurning hvort FH-ingar séu að sleikja sárin eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Valsmanna í handboltanum í gær? Já eða þá að Hafnfirðingar séu eins og hálf þjóðin í röðinni við Costco.“Kolbeinn Tumi Daðason á Samsung-vellinum: „Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Stjörnunnar og leigubílstjóri í hjáverkum, stendur vaktina á Samsung-vellinum þar sem verið er að vökva völlinn og gera klárt. Leikmenn hafa aðeins verið að kíkja út á grasið og átta sig á andrúmsloftinu. Koma sér í gírinn. Það ætti að vera lítið mál í þessum toppslag.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík - 9 Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Víkingur Ó. - 2Umræðan á #pepsi365elska @BreidablikFC að framleiða geggjaða vinstri bakverði, Davíð kristján með Mark og Assist. Vél#pepsi365— Unnar Páll Baldurs (@UnnarPBaldurs) May 21, 2017 @Schiotharar áttu næga innistæðu til að rífa kjaft við silfurguttana.Eiga stúkuna skuldlaust.Enginn útivöllur #fotboltinet #pepsi365— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) May 21, 2017 Andri Rúnar með tvö. Þessi gaur er búinn að leggja mikið á sig til að verða Pepsi quality. Gaman að sjá hann standa sig. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) May 22, 2017 Er með sting í gamla senterahjartanu fyrir hönd Kristins Inga. #Pepsi365— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 22, 2017 Dion Alcoff í Val. Kókflaskan í Pepsi-deildinni. #valur #valurkr #pepsi365 #pepsideildin— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) May 22, 2017 Skrítið að bestu fótboltaleikirnir hafa verið á Hlíðarenda? Nei, bestu mögulegu aðstæður allt árið #teamgervigras #pepsi365 #Fotboltinet— Hallgrimur Dan (@hallidan) May 22, 2017 Haukur Páll fær högg aftan i hnakkann. "En hann er mikill nagli og jaxl.." Það skiptir engu mali þegar kemur að höfuðhöggum. Takk #pepsi365— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) May 22, 2017 alltaf planið hja milos að taka við blikum, skoðanaàgreiningur sem var ekki hægt að leysa? I call bullshit #pepsi365 #fotboltinet— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 22, 2017 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík er án efa sá leikmaður sem hefur komið mér mest á óvart. #Pepsi365— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2017 Ef Óskar Hrafn Þorvaldsson væri ljósmóðir myndi enginn þurfa mænudeifingu, maður myndi bara fokkings gera þetta #fotboltinet #pepsi365— Rósa Haralds (@rosaharalds1) May 22, 2017 GullmarkiðAugnablikiðSérsveitinBesturTrabantinn120 sekúndur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með þremur leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjarnan og Valur unnu sterka sigra og sitja á toppi deildarinnar með 10 stig. Fjölnir vann sögulegan sigur á FH sem er aðeins með fimm stig. Breiðablik vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu á Víkingi R. og réði svo fyrrum þjálfara liðsins. ÍBV er komið með sjö stig eftir sigur í Ólafsvík og Grindavík sótti sigur á Skagann.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Víkingur Ó. 0-3 ÍBVVíkingur R. 2-3 BreiðablikStjarnan 2-1 KAÍA 2-3 GrindavíkFH 1-2 FjölnirValur 2-1 KRFjölnsmenn gáfu ekkert eftir á móti Íslandsmeisturum FH í kvöld.Vísir/AntonGóð umferð fyrir ...... Andra Rúnar Bjarnason Bolvíkingurinn skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Grindavík vann 2-3 sigur á ÍA á Akranesi. Andri Rúnar hefur aðallega leikið í neðri deildunum og gert gott mót þar en núna er hann að blómstra í deild þeirra bestu. Fyrir tímabilið hafði Andri Rúnar skorað tvö mörk í efstu deild en hefur hann tvöfaldað þann markafjölda eftir fjórar umferðir í ár. Andri Rúnar og Grindvíkingar eru í fínum málum í 4. sæti deildarinnar með sjö stig.... Kristján Guðmundsson Eyjamenn hafa svarað stórtapinu fyrir Stjörnunni í 2. umferð á besta mögulega hátt; með þremur sigrum í röð, tveimur í Pepsi-deildinni og einum í Borgunarbikarnum. Kristján breytti um leikkerfi eftir tapið í Garðabænum og það hefur gefið góða raun. Margt hefur breyst á tveimur vikum. Eftir skellinn gegn Stjörnunni var talað um krísu í Eyjum en núna er ÍBV í 6. sæti deildarinnar með sjö stig, á undan KR og FH.... Fjölnismenn Grafarvogsbúar gerðu góða ferð í Kaplakrika og unnu 1-2 sigur á Íslandsmeisturum FH. Þetta var söguleg stund fyrir Fjölni en þetta var fyrsti sigur liðsins á FH í efstu deild. Fjölnismenn hafa stundum sleppt því að veita FH-ingum keppni í leikjum liðanna en það var allt annað uppi á teningnum í Krikanum í gær. Fjölnismenn eru nú komnir með sjö stig og geta verið nokkuð sáttir við uppskeru sumarsins til þessa.Víkingar hafa tapað þremur leikjum í röð og eru þjálfaralausir.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Guðmund Stein HafsteinssonFramherjinn stóri og stæðilegi gerði félögum sínum engan greiða þegar hann lét reka sig út af í 0-3 tapi Víkings Ó. fyrir ÍBV á heimavelli. Guðmundur Steinn fékk gult spjald eftir tæpan hálftíma og var á hálum ís eftir það. Á 55. mínútu fékk hann svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að fara í Halldór Pál Geirsson, markvörð Eyjamanna. Staðan var 0-1 fyrir ÍBV þegar Guðmundur fékk reisupassann. Einum færri áttu Ólsarar litla möguleika og fengu á sig tvö mörk undir lokin.... Víkinga Víkingur R. missti þjálfarann sinn á föstudaginn og tapaði svo fyrir Breiðabliki á sunnudaginn. Ekki góðir dagar í Fossvoginum. Eftir sigurinn góða á KR í 1. umferðinni hefur Víkingur tapað þremur leikjum í röð og staða liðsins er ekki góð. Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson er meiddur sem og framherjinn Geoffrey Castillon sem skoraði í fyrstu tveimur umferðunum. Víkingar eru enn í þjálfaraleit og þurfa að finna lausn á því máli sem fyrst.... FH-inga Íslandsmeistararnir hafa farið rólega af stað og sitja í 8. sæti deildarinnar með aðeins fimm stig. FH-ingar unnu sigur á Skaganum í 1. umferðinni en hafa síðan aðeins náð í tvö stig. Varnarleikur FH hefur verið slakur í upphafi móts; liðið hefur fengið á sig sjö mörk og á enn eftir að halda hreinu. Nýju mennirnir sem FH fékk fyrir tímabilið hafa lítið sýnt. FH mætir KR á sunnudaginn og má ekki við því að tapa þeim leik. Annars er hætta á að Íslandsmeistararnir lendi átta stigum á eftir toppliðunum.Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn KA á síðustu stundu.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Smári Jökull Jónsson á Valsvelli: „Þeir félagar hjá KR-útvarpinu eru mættir og byrjaðir að undirbúa sig fyrir leikinn. Þeir verða vafalaust hressir að vanda. Þeir skelltu í viðtal við Óla Jó áðan en Óli hefur staðið við hliðarlínuna í lengri tíma og sagt brandara, hann virðist allavega vera í miklu stuði.“Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika: „Það verður að segjast að það er einhver doði yfir Kaplakrikanum þessa stundina, spurning hvort FH-ingar séu að sleikja sárin eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Valsmanna í handboltanum í gær? Já eða þá að Hafnfirðingar séu eins og hálf þjóðin í röðinni við Costco.“Kolbeinn Tumi Daðason á Samsung-vellinum: „Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Stjörnunnar og leigubílstjóri í hjáverkum, stendur vaktina á Samsung-vellinum þar sem verið er að vökva völlinn og gera klárt. Leikmenn hafa aðeins verið að kíkja út á grasið og átta sig á andrúmsloftinu. Koma sér í gírinn. Það ætti að vera lítið mál í þessum toppslag.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík - 9 Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Víkingur Ó. - 2Umræðan á #pepsi365elska @BreidablikFC að framleiða geggjaða vinstri bakverði, Davíð kristján með Mark og Assist. Vél#pepsi365— Unnar Páll Baldurs (@UnnarPBaldurs) May 21, 2017 @Schiotharar áttu næga innistæðu til að rífa kjaft við silfurguttana.Eiga stúkuna skuldlaust.Enginn útivöllur #fotboltinet #pepsi365— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) May 21, 2017 Andri Rúnar með tvö. Þessi gaur er búinn að leggja mikið á sig til að verða Pepsi quality. Gaman að sjá hann standa sig. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) May 22, 2017 Er með sting í gamla senterahjartanu fyrir hönd Kristins Inga. #Pepsi365— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 22, 2017 Dion Alcoff í Val. Kókflaskan í Pepsi-deildinni. #valur #valurkr #pepsi365 #pepsideildin— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) May 22, 2017 Skrítið að bestu fótboltaleikirnir hafa verið á Hlíðarenda? Nei, bestu mögulegu aðstæður allt árið #teamgervigras #pepsi365 #Fotboltinet— Hallgrimur Dan (@hallidan) May 22, 2017 Haukur Páll fær högg aftan i hnakkann. "En hann er mikill nagli og jaxl.." Það skiptir engu mali þegar kemur að höfuðhöggum. Takk #pepsi365— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) May 22, 2017 alltaf planið hja milos að taka við blikum, skoðanaàgreiningur sem var ekki hægt að leysa? I call bullshit #pepsi365 #fotboltinet— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 22, 2017 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík er án efa sá leikmaður sem hefur komið mér mest á óvart. #Pepsi365— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2017 Ef Óskar Hrafn Þorvaldsson væri ljósmóðir myndi enginn þurfa mænudeifingu, maður myndi bara fokkings gera þetta #fotboltinet #pepsi365— Rósa Haralds (@rosaharalds1) May 22, 2017 GullmarkiðAugnablikiðSérsveitinBesturTrabantinn120 sekúndur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30