Líkur á að samkomulag náist fyrir vikulok Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. maí 2017 12:39 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs. Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs.
Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30
Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34
Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00