Líkur á að samkomulag náist fyrir vikulok Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. maí 2017 12:39 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs. Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs.
Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30
Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34
Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00