Steinunn og Theodór kosin leikmenn ársins í handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 23:00 Steinunn Björnsdóttir og Theodór Sigurbjörnsson. Vísir/Samsett Steinunn Björnsdóttir, línumaður Íslandsmeistara Fram, og Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta en verðlaunin voru afhent á Lokahófi HSÍ. Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður úr Fram og Sandra Erlingsdóttir, örvhent skytta úr ÍBV, voru valin efnilegustu leikmenn deildanna tveggja. Þjálfarar Fram voru valdir bestu þjálfararnir. Stefán Arnarson gerði kvennalið Fram að Íslandsmeisturum og Guðmundur Helgi Pálsson kom karlaliði Fram óvænt alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Steinunn Björnsdóttir vann annars fullt af verðlaunum í kvöld en hún var líka valin besti varnarmaður deildarinnar og hlaut Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn að mati þjálfara deildarinnar. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hjá Selfossi var kosin besti sóknarmaður Olís-deildar kvenna og Framarinn Guðrún Ósk Maríasdóttir var valin besti markvörður deildarinnar. Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason fékk Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn að mati þjálfara deildarinnar. Theodór Sigurbjörnsson var líka valinn besti sóknarmaður Olís-deildar karla en FH-ingurinn Ágúst Birgisson var kosinn besti varnamaðurinn og Stjörnumaðurinn Sveinbjörn Pétursson er besti markvörður tímabilsins. Anton Gylfi Pálsson var búin að vera kosinn þjálfari ársins tíu ár í röð, fyrst með Hlyni Leifssyni og svo með Jónasi Elíassyni. Sigurganga Antons er á enda því þeir Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson voru valdir besta dómaraparið í vetur.Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaun kvöldsins:1. Háttvísiverðlaun HDSÍ kvenna 2017 Laufey Ásta Guðmundsdóttir – Grótta2. Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2017 Andri Þór Helgason - Fram3. Unglingabikar HSÍ 2017 HK4. Markahæsti leikmaður 1.deildar kvenna 2017 Alina Molkova - Víkingur með 238 mörk5. Markahæsti leikmaður 1.deildar karla 2017 Jón Kristinn Björgvinsson – ÍR með 158 mörk6. Markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna 2017 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – Selfoss með 174 mörk7. Markahæsti leikmaður Olís deildar karla 2017 Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV með 233 mörk8. Besti varnarmaður 1.deildar kvenna 2017 Berglind Þorsteinsdóttir - HK9. Besti varnarmaður 1.deildar karla 2017 Sveinn Þorgeirsson - Fjölnir10. Besti varnarmaður Olís deildar kvenna 2017 Steinunn Björnsdóttir - Fram11. Besti varnarmaður Olís deildar karla 2017 Ágúst Birgisson - FH12. Besti sóknarmaður 1.deildar kvenna 2017 Alina Molkova - Víkingur13. Besti sóknarmaður 1.deildar karla 2017 Jón Kristinn Björgvinsson - ÍR14. Besti sóknarmaður Olís deildar kvenna 2017 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir - Selfoss15. Besti sóknarmaður Olís deildar karla 2017 Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV16. Besti markmaður 1.deildar kvenna 2017 Margrét Ýr Björnsdóttir - HK17. Besti markmaður 1.deildar karla 2017 Einar Baldvin Baldvinsson - Víkingur18. Besti markmaður Olís deildar kvenna 2017 Guðrún Ósk Maríasdóttir - Fram19. Besti markmaður Olís deildar karla 2017 Sveinbjörn Pétursson - Stjarnan20. Besta dómaraparið 2017 Heimir Örn Árnason – Sigurður Hjörtur Þrastarson21. Sigríðarbikarinn 2017 Steinunn Björnsdóttir - Fram22. Valdimarsbikarinn 2017 Orri Freyr Gíslason - Valur23. Besti Þjálfari í 1.deild kvenna 2017 Jónatan Þór Magnússon – KA/Þór24. Besti Þjálfari í 1.deild karla 2017 Arnar Gunnarsson – Fjölnir25. Besti þjálfari í Olís deildar kvenna 2017 Stefán Arnarson - Fram26. Besti Þjálfari í Olís deildar karla 2017 Guðmundur Helgi Pálsson - Fram27. Efnilegasti leikmaður 1.deildar kvenna 2017 Andrea Jacobsen - Fjölnir28. Efnilegasti leikmaður 1.deildar karla 2017 Sveinn Jóhannsson - Fjölnir29. Efnilegasti leikmaður Olís deildar kvenna 2017 Sandra Erlingsdóttir - ÍBV30. Efnilegasti leikmaður Olís deildar karla 2017 Viktor Gísli Hallgrímsson - Fram31. Leikmaður ársins í 1.deild kvenna 2017 Martha Hermannsdóttir – KA/Þór32. Leikmaður ársins í 1.deild karla 2017 Jón Kristinn Björgvinsson - ÍR33. Besti leikmaður í Olís deildar kvenna 2017 Steinunn Björnsdóttir - Fram34. Besti leikmaður í Olís deildar karla 2017 Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir, línumaður Íslandsmeistara Fram, og Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta en verðlaunin voru afhent á Lokahófi HSÍ. Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður úr Fram og Sandra Erlingsdóttir, örvhent skytta úr ÍBV, voru valin efnilegustu leikmenn deildanna tveggja. Þjálfarar Fram voru valdir bestu þjálfararnir. Stefán Arnarson gerði kvennalið Fram að Íslandsmeisturum og Guðmundur Helgi Pálsson kom karlaliði Fram óvænt alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Steinunn Björnsdóttir vann annars fullt af verðlaunum í kvöld en hún var líka valin besti varnarmaður deildarinnar og hlaut Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn að mati þjálfara deildarinnar. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hjá Selfossi var kosin besti sóknarmaður Olís-deildar kvenna og Framarinn Guðrún Ósk Maríasdóttir var valin besti markvörður deildarinnar. Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason fékk Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn að mati þjálfara deildarinnar. Theodór Sigurbjörnsson var líka valinn besti sóknarmaður Olís-deildar karla en FH-ingurinn Ágúst Birgisson var kosinn besti varnamaðurinn og Stjörnumaðurinn Sveinbjörn Pétursson er besti markvörður tímabilsins. Anton Gylfi Pálsson var búin að vera kosinn þjálfari ársins tíu ár í röð, fyrst með Hlyni Leifssyni og svo með Jónasi Elíassyni. Sigurganga Antons er á enda því þeir Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson voru valdir besta dómaraparið í vetur.Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaun kvöldsins:1. Háttvísiverðlaun HDSÍ kvenna 2017 Laufey Ásta Guðmundsdóttir – Grótta2. Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2017 Andri Þór Helgason - Fram3. Unglingabikar HSÍ 2017 HK4. Markahæsti leikmaður 1.deildar kvenna 2017 Alina Molkova - Víkingur með 238 mörk5. Markahæsti leikmaður 1.deildar karla 2017 Jón Kristinn Björgvinsson – ÍR með 158 mörk6. Markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna 2017 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – Selfoss með 174 mörk7. Markahæsti leikmaður Olís deildar karla 2017 Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV með 233 mörk8. Besti varnarmaður 1.deildar kvenna 2017 Berglind Þorsteinsdóttir - HK9. Besti varnarmaður 1.deildar karla 2017 Sveinn Þorgeirsson - Fjölnir10. Besti varnarmaður Olís deildar kvenna 2017 Steinunn Björnsdóttir - Fram11. Besti varnarmaður Olís deildar karla 2017 Ágúst Birgisson - FH12. Besti sóknarmaður 1.deildar kvenna 2017 Alina Molkova - Víkingur13. Besti sóknarmaður 1.deildar karla 2017 Jón Kristinn Björgvinsson - ÍR14. Besti sóknarmaður Olís deildar kvenna 2017 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir - Selfoss15. Besti sóknarmaður Olís deildar karla 2017 Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV16. Besti markmaður 1.deildar kvenna 2017 Margrét Ýr Björnsdóttir - HK17. Besti markmaður 1.deildar karla 2017 Einar Baldvin Baldvinsson - Víkingur18. Besti markmaður Olís deildar kvenna 2017 Guðrún Ósk Maríasdóttir - Fram19. Besti markmaður Olís deildar karla 2017 Sveinbjörn Pétursson - Stjarnan20. Besta dómaraparið 2017 Heimir Örn Árnason – Sigurður Hjörtur Þrastarson21. Sigríðarbikarinn 2017 Steinunn Björnsdóttir - Fram22. Valdimarsbikarinn 2017 Orri Freyr Gíslason - Valur23. Besti Þjálfari í 1.deild kvenna 2017 Jónatan Þór Magnússon – KA/Þór24. Besti Þjálfari í 1.deild karla 2017 Arnar Gunnarsson – Fjölnir25. Besti þjálfari í Olís deildar kvenna 2017 Stefán Arnarson - Fram26. Besti Þjálfari í Olís deildar karla 2017 Guðmundur Helgi Pálsson - Fram27. Efnilegasti leikmaður 1.deildar kvenna 2017 Andrea Jacobsen - Fjölnir28. Efnilegasti leikmaður 1.deildar karla 2017 Sveinn Jóhannsson - Fjölnir29. Efnilegasti leikmaður Olís deildar kvenna 2017 Sandra Erlingsdóttir - ÍBV30. Efnilegasti leikmaður Olís deildar karla 2017 Viktor Gísli Hallgrímsson - Fram31. Leikmaður ársins í 1.deild kvenna 2017 Martha Hermannsdóttir – KA/Þór32. Leikmaður ársins í 1.deild karla 2017 Jón Kristinn Björgvinsson - ÍR33. Besti leikmaður í Olís deildar kvenna 2017 Steinunn Björnsdóttir - Fram34. Besti leikmaður í Olís deildar karla 2017 Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira