Úlfarsfelli breytt í Everest Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 12:47 Úlfarsfell er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Guðrúnu Harpa Bjarnadóttir Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“ Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira