Slagur um síðustu fimm EM-sætin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í íslenska liðið. Vísir/Getty Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi í gær 24 leikmenn í hóp sinn fyrir vináttuleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram snemma í næsta mánuði. Stóru tíðindin eru þau að Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í hópinn en hún hefur misst af síðustu tveim leikjum vegna meiðsla. Hrafnhildur Hauksdóttir Val og Guðmunda Brynja Óladóttir Stjörnunni voru ekki valdar að þessu sinni en þær voru með í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl. Tveir leikmenn Stjörnunnar, miðvörðurinn Anna María Baldursdóttir og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen, koma inn í hópinn sem og Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Breiðabliks. Allar hafa farið vel af stað í Pepsi-deildinni.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyTveir æfingaleikir Ísland mætir Írlandi ytra fimmtudaginn 8. júní og svo mætir stórlið Brasilíu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þriðjudaginn 13. júní. Það verður síðasti vináttuleikur Íslands fyrir EM sem hefst í júlí. Lokahópurinn fyrir EM verður svo valinn þann 22. júní. Það er því mikið undir hjá stúlkunum að sanna sig. „Við munum ekki spila meira en þetta fyrir mót út af álaginu sem mun myndast fram að 3. júlí er EM-hópurinn kemur saman. Stelpurnar eru í raun að spila á fjögurra daga fresti frá og með deginum í dag fram að undirbúningi landsliðsins. Það er því mikið álag fyrir leikmenn sem eru ekki í atvinnumennsku,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og bætir við að hann þurfi á hámarksorku að halda frá liðinu þegar stóra ballið byrjar.Fagna endurkomu Dagnýjar Eins og áður segir er Dagný Brynjarsdóttir að snúa til baka en hún er algjör lykilmaður í íslenska liðinu. „Þetta hefur verið langur og erfiður vetur hjá henni. Við fögnum því gríðarlega að fá Dagnýju aftur inn í hópinn. Hún er klárlega lykilmaður í íslenska landsliðinu. Skorar mörk og tekur mikið til sín. Hún er líka ofboðslega mikilvæg í föstum leikatriðum. Við verðum samt að fara sparlega með hana því við vitum ekki alveg hversu langt hún er komin. Það er spurning með leikformið enda langt síðan hún spilaði leik. Líkamlegt atgervi er aftur á móti á mjög góðum stað en við höfum fengið tölur frá liðinu hennar úti og erum ánægðir með stöðuna á henni.“Vísir/GettyEkki lokað á þær meiddu Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir eru báðar byrjaðar að spila á nýjan leik eftir meiðsli en eru engu að síður ekki í leikmannahópnum. „Það þýðir að þær eru á sama stað og ég átti von á fyrir smá tíma. Það er frábært að þær séu komnar inn á völlinn. Það gefur okkur von um að þær verði klárar fyrir EM. Þær eiga samt svolítið í land með líkamlegt atgervi og leikform. Það er enn smá tími og það er mikilvægara fyrir þær að æfa vel í landsleikjahléinu heldur en að koma í verkefni með okkur núna. Þær eru báðar inni í myndinni en við verðum að taka frekari ákvörðun með þær síðar,“ segir Freyr en Hólmfríður er með reynslumeiri leikmönnum Íslands.Ólík verkefni Í þessum leikjum gegn Írum og Brasilíu mun íslenska liðið fá að glíma við tvo mjög ólíka leikstíla. „Þetta eru frábær verkefni og ólík. Það verður þungavigtarleikur og slagsmál í leiknum gegn Írum. Það er gott því við þurfum á því að halda núna. Svo kemur þetta frábæra fótboltalið sem Brasilía er. Við hlökkum mikið til þess en verðum að halda einbeitingu á Íraleiknum fyrst og fá sem mest út úr honum. Svo verður gaman. Við vildum það. Fá alvöru þjóð á Laugardalsvöll með aðdráttarafl. Það myndi gefa okkur mikið að fá stuðning í þeim leik. 13. júní ætti að vera frábært kvöld í Laugardalnum,“ segir landsliðsþjálfarinn spenntur. Það verður mikil spenna þann 22. júní er EM-hópurinn verður valinn. Freyr er líklega búinn að taka frá þó nokkur sæti en hvað standa eftir mörg sæti sem slegist er um? „Ég get alveg sagt að við erum búnir að ákveða 18 leikmenn. Þá standa eftir fimm sæti sem tíu leikmenn eru að bítast um. Við getum ekki tekið ákvörðun um þau fyrr en eftir júní-verkefnin er við sjáum betur stöðuna á meiddu leikmönnunum.“Margrét Lára Viðarsdóttir er í hópnum.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi í gær 24 leikmenn í hóp sinn fyrir vináttuleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram snemma í næsta mánuði. Stóru tíðindin eru þau að Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í hópinn en hún hefur misst af síðustu tveim leikjum vegna meiðsla. Hrafnhildur Hauksdóttir Val og Guðmunda Brynja Óladóttir Stjörnunni voru ekki valdar að þessu sinni en þær voru með í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl. Tveir leikmenn Stjörnunnar, miðvörðurinn Anna María Baldursdóttir og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen, koma inn í hópinn sem og Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Breiðabliks. Allar hafa farið vel af stað í Pepsi-deildinni.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyTveir æfingaleikir Ísland mætir Írlandi ytra fimmtudaginn 8. júní og svo mætir stórlið Brasilíu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þriðjudaginn 13. júní. Það verður síðasti vináttuleikur Íslands fyrir EM sem hefst í júlí. Lokahópurinn fyrir EM verður svo valinn þann 22. júní. Það er því mikið undir hjá stúlkunum að sanna sig. „Við munum ekki spila meira en þetta fyrir mót út af álaginu sem mun myndast fram að 3. júlí er EM-hópurinn kemur saman. Stelpurnar eru í raun að spila á fjögurra daga fresti frá og með deginum í dag fram að undirbúningi landsliðsins. Það er því mikið álag fyrir leikmenn sem eru ekki í atvinnumennsku,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og bætir við að hann þurfi á hámarksorku að halda frá liðinu þegar stóra ballið byrjar.Fagna endurkomu Dagnýjar Eins og áður segir er Dagný Brynjarsdóttir að snúa til baka en hún er algjör lykilmaður í íslenska liðinu. „Þetta hefur verið langur og erfiður vetur hjá henni. Við fögnum því gríðarlega að fá Dagnýju aftur inn í hópinn. Hún er klárlega lykilmaður í íslenska landsliðinu. Skorar mörk og tekur mikið til sín. Hún er líka ofboðslega mikilvæg í föstum leikatriðum. Við verðum samt að fara sparlega með hana því við vitum ekki alveg hversu langt hún er komin. Það er spurning með leikformið enda langt síðan hún spilaði leik. Líkamlegt atgervi er aftur á móti á mjög góðum stað en við höfum fengið tölur frá liðinu hennar úti og erum ánægðir með stöðuna á henni.“Vísir/GettyEkki lokað á þær meiddu Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir eru báðar byrjaðar að spila á nýjan leik eftir meiðsli en eru engu að síður ekki í leikmannahópnum. „Það þýðir að þær eru á sama stað og ég átti von á fyrir smá tíma. Það er frábært að þær séu komnar inn á völlinn. Það gefur okkur von um að þær verði klárar fyrir EM. Þær eiga samt svolítið í land með líkamlegt atgervi og leikform. Það er enn smá tími og það er mikilvægara fyrir þær að æfa vel í landsleikjahléinu heldur en að koma í verkefni með okkur núna. Þær eru báðar inni í myndinni en við verðum að taka frekari ákvörðun með þær síðar,“ segir Freyr en Hólmfríður er með reynslumeiri leikmönnum Íslands.Ólík verkefni Í þessum leikjum gegn Írum og Brasilíu mun íslenska liðið fá að glíma við tvo mjög ólíka leikstíla. „Þetta eru frábær verkefni og ólík. Það verður þungavigtarleikur og slagsmál í leiknum gegn Írum. Það er gott því við þurfum á því að halda núna. Svo kemur þetta frábæra fótboltalið sem Brasilía er. Við hlökkum mikið til þess en verðum að halda einbeitingu á Íraleiknum fyrst og fá sem mest út úr honum. Svo verður gaman. Við vildum það. Fá alvöru þjóð á Laugardalsvöll með aðdráttarafl. Það myndi gefa okkur mikið að fá stuðning í þeim leik. 13. júní ætti að vera frábært kvöld í Laugardalnum,“ segir landsliðsþjálfarinn spenntur. Það verður mikil spenna þann 22. júní er EM-hópurinn verður valinn. Freyr er líklega búinn að taka frá þó nokkur sæti en hvað standa eftir mörg sæti sem slegist er um? „Ég get alveg sagt að við erum búnir að ákveða 18 leikmenn. Þá standa eftir fimm sæti sem tíu leikmenn eru að bítast um. Við getum ekki tekið ákvörðun um þau fyrr en eftir júní-verkefnin er við sjáum betur stöðuna á meiddu leikmönnunum.“Margrét Lára Viðarsdóttir er í hópnum.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira