Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 17:05 Áslaug lýsir því hvernig rafhlaðan dansaði á gólfinu á meðan hún sprakk. Facebook Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira