Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 17:05 Áslaug lýsir því hvernig rafhlaðan dansaði á gólfinu á meðan hún sprakk. Facebook Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“ Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Ásgerður Pálsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki í dag að rafhlaðan í Samsung símanum hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Ásgerður greinir frá þessu í Facebook færslu þar sem hún segir að ekki hefði mátt miklu muna að síminn hefði sprungið í höndunum á henni. Í samtali við Vísi segir Ásgerður að henni hafi brugðið verulega en um mikla sprengingu hafi verið að ræða. Hún hafi tekið símann sinn úr hleðslu klukkan hálf ellefu í morgun og farið nokkrum sinnum í hann. Þrjátíu sekúndum eftir að hún var í honum hafi batteríið sprungið. „Ég var að skoða snapmyndir af því að barnabarnið mitt var að útskrifast. Hann var ekkert heitur eða neitt, síminn. Svo legg ég hann á glerborð við hliðina á mér og labba nokkur skref í burtu og þá heyri ég svona kviss hljóð eins og það væri verið að spreyja úr úðabrúsa.“ „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið.“ Hún segir að dóttir sín hafi verið heima hjá sér en inn í öðru herbergi. Ásgerður hafi öskrað upp yfir sig þegar atvikið átti sér stað og þær hafi náð í eldvarnarteppi sem sjá má á myndum í Facebook færslu hennar. „Batteríið dansaði bara hérna um gólfið. Við náðum að henda eldvarnarteppinu á það og halda batteríinu. Sem betur fer átti ég það því að þetta skíðlogaði og gólfið er stórskemmt. Ásgerður segir að mikil brunalykt sé í húsinu eftir atvikið og að það hafi verið heppni að ekki hafi kviknað í út frá sprengingunni og að hún hafi ekki haldið á símanum þegar það gerðist. „Við erum að reyna að þrífa sótið núna því það er svo mikil brunalykt hérna inni. Ef þetta hefði farið í gardínuna hjá mér eða húsgögn hefði kviknað í öllu. Það var bara heppni hvar batteríið datt niður. Ég hefði drepist ef ég hefði haldið á þessum síma. Spurð segir Ásgerður að aldrei hafi neitt verið að umræddum Samsung síma, af gerðinni Galaxy S4, áður en atvikið átti sér stað en síminn sé um þriggja ára gamall. „Ég er í algjöru sjokki. Ég veit ekki hvaða slembilukka er yfir mér. Þetta er vonandi öðrum víti til varnaðar og áminning um að fólk sé ekki með símann við rúmið sitt eða þess háttar. Ég var til dæmis nýbúinn að fara með símann minn út í bíl og þetta hefði alveg getað gerst þar.“
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira