Stelpurnar töpuðu fyrir Kýpur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2017 17:20 Íslenska hávörnin reynir að verja skot. mynd/blaksamband íslands Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því kýpverska, 3-0, í fjórða leik liðsins í undankeppni HM sem fram fer í Varsjá. Byrjunarlið dagsins var skipað þeim Elísabetu Einarsdóttur, Fjólu Rut Svavarsdóttur, Thelmu Dögg Grétarsdóttur, Fríðu Sigurðardóttur, Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Berglindi Gígju Jónsdóttur. Frelsingjar voru Birta Björnsdóttir og Steinunn Helga Björgólfsdóttir. Jafnt var á fyrstu tölum í fyrstu hrinu en Kýpur var yfir 8-6 í fyrra tæknihléi. Þær komust í 12-8 og þá tók Daniele Capriotti, þjálfari liðsins, leikhlé. Hléið virtist blása lífi í stelpurnar og þær fengu næstu þrjú stig. Þá tók kýpverski þjálfarinn leikhlé. Kýpverjarnir þurftu á leikhléinu að halda og voru yfir 16-12 í öðru tæknihléi. Kýpverka liðið var skrefinu framar út hrinuna og vann hana 25-20. Íslensku stelpurnar byrjuðu aðra hrinu af krafti og voru yfir 8-4 í tæknihléi. Þær héldu góðu forskoti og í öðru tæknihléi voru þær yfir 16-11. Þær virtust vera að sigla hrinunni í höfn þegar þær voru yfir 21-12. Þá kom góður kafli hjá Kýpverjum sem stelpurnar okkar náðu ekki að stoppa. Kýpur vann hrinuna eftir upphækkun 26-24. Jafnt var á fyrstu stigum í þriðju hrinu þangað til að Kýpur var 8-6 yfir í fyrra tæknihléi. Þær héldu tveggja stiga forskoti þangað til að Ísland jafnaði 15-15. Eftir að jafnt var 19-19 virtist allt falla með Kýpverjum sem unnu hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-0. Stigahæstar í íslenska liðinu voru Elísabet Einarsdóttir með 13 stig og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir skoruðu 10 stig hvor. Síðasti leikur íslensku stelpnanna áður en þær halda til San Marínó á Smáþjóðaleikana er á á móti Slóvakíu klukkan 13:30 á morgun. Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því kýpverska, 3-0, í fjórða leik liðsins í undankeppni HM sem fram fer í Varsjá. Byrjunarlið dagsins var skipað þeim Elísabetu Einarsdóttur, Fjólu Rut Svavarsdóttur, Thelmu Dögg Grétarsdóttur, Fríðu Sigurðardóttur, Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Berglindi Gígju Jónsdóttur. Frelsingjar voru Birta Björnsdóttir og Steinunn Helga Björgólfsdóttir. Jafnt var á fyrstu tölum í fyrstu hrinu en Kýpur var yfir 8-6 í fyrra tæknihléi. Þær komust í 12-8 og þá tók Daniele Capriotti, þjálfari liðsins, leikhlé. Hléið virtist blása lífi í stelpurnar og þær fengu næstu þrjú stig. Þá tók kýpverski þjálfarinn leikhlé. Kýpverjarnir þurftu á leikhléinu að halda og voru yfir 16-12 í öðru tæknihléi. Kýpverka liðið var skrefinu framar út hrinuna og vann hana 25-20. Íslensku stelpurnar byrjuðu aðra hrinu af krafti og voru yfir 8-4 í tæknihléi. Þær héldu góðu forskoti og í öðru tæknihléi voru þær yfir 16-11. Þær virtust vera að sigla hrinunni í höfn þegar þær voru yfir 21-12. Þá kom góður kafli hjá Kýpverjum sem stelpurnar okkar náðu ekki að stoppa. Kýpur vann hrinuna eftir upphækkun 26-24. Jafnt var á fyrstu stigum í þriðju hrinu þangað til að Kýpur var 8-6 yfir í fyrra tæknihléi. Þær héldu tveggja stiga forskoti þangað til að Ísland jafnaði 15-15. Eftir að jafnt var 19-19 virtist allt falla með Kýpverjum sem unnu hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-0. Stigahæstar í íslenska liðinu voru Elísabet Einarsdóttir með 13 stig og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir skoruðu 10 stig hvor. Síðasti leikur íslensku stelpnanna áður en þær halda til San Marínó á Smáþjóðaleikana er á á móti Slóvakíu klukkan 13:30 á morgun.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira