Dúx Verzlunarskólans: „Ég var alls ekki alltaf að læra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 16:15 Katarina Kekic útskrifaðist af viðskiptafræðibraut Verzlunarskóla Íslands í gær með 9,23 í meðaleinkunn. Vísir/Aðsent „Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn. Dúxar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
„Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn.
Dúxar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira