Donni: Við ætlum að verða Íslandsmeistarar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2017 20:34 Þór/KA er á mikilli siglingu. vísir/stefán „Við ætlum að verða Íslandsmeistarar og höfum alltaf stefnt á það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir afar öflugan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1-3 og sýndu norðanstúlkur af sér mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Það var stórt högg að fá mark á okkur þar sem við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur. Það var virkilega sterkur karakter hjá stelpunum að halda bara áfram og gefa í ef eitthvað var,“ sagði Donni í samtali við Vísi eftir leik. Þór/KA svaraði opnunarmarki Stjörnunnar með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og kom það síðara á hárréttum tímapunkti, nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks. „Það breytti hálfleiksræðunni heilmilið. Það var afar ljúft. Natalia er búin að vera að skjóta endalaust og það skilaði sér loksins í þessum leik,“ segir Donni og bætir við að með því marki hafi leikurinn spilast upp í hendur Þór/KA. „Seinni hálfleikur var uppleggið bara að halda stöðunni. Á þeirra heimavelli vissum við að þær myndu leggjast meira á okkur. Við erum góðar í að halda stöðunni og það gekk fullkomnlega upp,“ segir Donni. Markadrottningin Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Þór/KA í sumar eftir að hún sleit krossbönd fyrr á árinu. Hún leit vel út og mun án efa styrkja sterkt lið Þórs/KA til muna þegar fram í sækir. „Hún er að keyra sig í gang. Hún á meira inni, þetta lítur vel út og hún lítur vel út. Þetta snýst að öllu leyti um liðið og það hentaði vel að fá hana inn í þennan leik. Hún á ennþá eftir að verða betri eins og við. Við eigum bara eftir að verða betri og betri,“ segir Donni. Þór/KA er nú með fimm stiga forskot á lið Stjörnunnar sem er í öðru sæti. Liðið er með fullt hús stiga og er hreinlega að stinga af. „Það er mjög gott. Fimm stiga forskot er bara frábært og við fögnum því í hálfa mínútu eftir leikinn og við einbeitum okkur að næsta leik.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Við ætlum að verða Íslandsmeistarar og höfum alltaf stefnt á það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir afar öflugan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1-3 og sýndu norðanstúlkur af sér mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Það var stórt högg að fá mark á okkur þar sem við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur. Það var virkilega sterkur karakter hjá stelpunum að halda bara áfram og gefa í ef eitthvað var,“ sagði Donni í samtali við Vísi eftir leik. Þór/KA svaraði opnunarmarki Stjörnunnar með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og kom það síðara á hárréttum tímapunkti, nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks. „Það breytti hálfleiksræðunni heilmilið. Það var afar ljúft. Natalia er búin að vera að skjóta endalaust og það skilaði sér loksins í þessum leik,“ segir Donni og bætir við að með því marki hafi leikurinn spilast upp í hendur Þór/KA. „Seinni hálfleikur var uppleggið bara að halda stöðunni. Á þeirra heimavelli vissum við að þær myndu leggjast meira á okkur. Við erum góðar í að halda stöðunni og það gekk fullkomnlega upp,“ segir Donni. Markadrottningin Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Þór/KA í sumar eftir að hún sleit krossbönd fyrr á árinu. Hún leit vel út og mun án efa styrkja sterkt lið Þórs/KA til muna þegar fram í sækir. „Hún er að keyra sig í gang. Hún á meira inni, þetta lítur vel út og hún lítur vel út. Þetta snýst að öllu leyti um liðið og það hentaði vel að fá hana inn í þennan leik. Hún á ennþá eftir að verða betri eins og við. Við eigum bara eftir að verða betri og betri,“ segir Donni. Þór/KA er nú með fimm stiga forskot á lið Stjörnunnar sem er í öðru sæti. Liðið er með fullt hús stiga og er hreinlega að stinga af. „Það er mjög gott. Fimm stiga forskot er bara frábært og við fögnum því í hálfa mínútu eftir leikinn og við einbeitum okkur að næsta leik.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann