iPhone 8 gæti frestast töluvert Sæunn Gísladóttir skrifar 10. maí 2017 10:26 Tim Cook forstjóri Apple mun kynna nýja snjallsíma fyrirtækisins á kynningu í haust. Vísir/Getty Nýjar vísbendingar eru um að útgáfa iPhone 8 sem er væntanlegur úr smiðju Apple gæti frestast á þessu ári. Business Insider greinir frá því að vaxandi líkur séu á því að sala á iPhone 8 gæti frestast um nokkra mánuði. Árið 2017 er tíu ára afmæli fyrsta iPhone snjallsímans, Apple hefur ákveðið að framleiða nýjan árlega síma iPhone 7S í ár en sérfræðingar segia einnig iPhone 8 í smíðum. Stefnt sé að því að gefa út iPhone 8, sem eins konar tíu ára afmælisútgáfu, í haust. Síminn væri með fullt af nýrri tækni meðal annars betri myndavél og möguleikann á að hlaða án instungu. Merki eru þó um að framleiðsluvandræði gætu hægt á útgáfu símans sem búist er við að komi út í haust. Sérfræðingur segir að framleiðsla símans gæti frestast frá ágúst eða september mánuði til október eða nóvembermánaðar. Því eru líkur á því að báðir símar verði kynntir á vörukynningu Apple í september og að sala muni hefjast í kjölfarið á iPhone 7S en nokkra mánaða bið verði eftir iPhone 8. Jafnvel þegar sala hefst á iPhone 8 gæti verið bið eftir að eignast símann þar sem að takmarkanir verða á þeim fjölda sem getur verið sendur á hverjum ársfjórðungi. Neytendur Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýjar vísbendingar eru um að útgáfa iPhone 8 sem er væntanlegur úr smiðju Apple gæti frestast á þessu ári. Business Insider greinir frá því að vaxandi líkur séu á því að sala á iPhone 8 gæti frestast um nokkra mánuði. Árið 2017 er tíu ára afmæli fyrsta iPhone snjallsímans, Apple hefur ákveðið að framleiða nýjan árlega síma iPhone 7S í ár en sérfræðingar segia einnig iPhone 8 í smíðum. Stefnt sé að því að gefa út iPhone 8, sem eins konar tíu ára afmælisútgáfu, í haust. Síminn væri með fullt af nýrri tækni meðal annars betri myndavél og möguleikann á að hlaða án instungu. Merki eru þó um að framleiðsluvandræði gætu hægt á útgáfu símans sem búist er við að komi út í haust. Sérfræðingur segir að framleiðsla símans gæti frestast frá ágúst eða september mánuði til október eða nóvembermánaðar. Því eru líkur á því að báðir símar verði kynntir á vörukynningu Apple í september og að sala muni hefjast í kjölfarið á iPhone 7S en nokkra mánaða bið verði eftir iPhone 8. Jafnvel þegar sala hefst á iPhone 8 gæti verið bið eftir að eignast símann þar sem að takmarkanir verða á þeim fjölda sem getur verið sendur á hverjum ársfjórðungi.
Neytendur Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira