Goðsagnir í hverri stöðu þegar FH og Valur mættust síðast í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2017 15:00 Ólafur Stefánsson og Geir Sveinsson urðu báðir Íslandsmeistarar með Val 1993. mynd/brynjar gauti FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn