KA keypti ekki draumsýnina fyrir norðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2017 06:00 Svartir búningar Akureyrar sjást ekki framar. vísir/stefán Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira