Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 16:30 Valskonan Elín Metta Jensen í leiknum á móti Blikum í gær. Vísir/Ernir Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. Valsliðið tapaði í gær 3-0 á útivelli á móti Breiðabliki og hefur þar með aðeins náð í 3 stig af 9 mögulegum í Pepsi-deildinni í ár. Þetta er versta byrjun í sögu tíu liða efstu deildar kvenna (frá 2008) hjá liði sem var spáð titlinum. Valskonur „bættu“ met Blika frá því í fyrra en Blikakonur náðu þá í fimm stig í fyrstu þremur leikjunum sínum. Valsliðið hefur tapað báðum útileikjum sínum, fyrst 1-0 á móti Þór/KA fyrir norðan og svo 3-0 á móti Blikum á Kópavogsvellinum í gær. Báðir þeir mótherjar eru í hópi bestu liða deildarinnar og því var þetta allt annað en auðveld byrjun fyrir Valsliðið. Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í 2. umferðinni en öll mörkin komu þá á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Valsliðið hefur því skorað öll mörk sumarsins á tuttugu mínútna kafla af þeim 270 mínútum sem eru búnir af Íslandsmótinu. Verkefni Valsliðsins verður ekkert auðveldara í næsta leik en þá fá stelpurnar Íslandsmeistara Stjörnunnar í heimsókn. Hér fyrir neðan má sjá þessu óvinsælu met sem Valsliðið hefur sett með þessari slöku byrjun sinni.Fæst stig meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 3 - Valur, 2017 5 - Breiðablik, 2016 6 - Valur, 2009 6 - Stjarnan, 2014Fæst mörk meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 4 - Valur, 2017 4 - Valur, 2011 5 - Breiðablik, 2012 5 - Breiðablik, 2016Lélegasta markatala meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 0 - Valur, 2017 +2 - Valur, 2011 +3 - Breiðablik, 2016 +4 - Breiðablik, 2012 +5 - KR, 2008Lið sem hefur verið spáð meistaratitlinum síðustu ár og árangur í fyrstu þremur leikjunum:(Síðan að deildin varð að tíu liða deild sumarið 2008) 2017 Valur - 3 stig og 0 í markatölu (4-4) 2016 Breiðablik - 5 stig og +3 í markatölu (5-2) 2015 Breiðablik - 7 stig og +9 í markatölu (11-2) 2014 Stjarnan - 6 stig og +6 í markatölu (7-1) 2013 Stjarnan - 9 stig og +11 í markatölu (12-1) 2012 Breiðablik - 7 stig og +4 í markatölu (5-1) 2011 Valur - 7 stig og +2 í markatölu (4-2) 2010 Valur - 9 stig og +15 í markatölu (15-0) 2009 Valur - 6 stig og +10 í markatölu (15-5) 2008 KR - 9 stig og +5 í markatölu (8-3) Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30 Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. Valsliðið tapaði í gær 3-0 á útivelli á móti Breiðabliki og hefur þar með aðeins náð í 3 stig af 9 mögulegum í Pepsi-deildinni í ár. Þetta er versta byrjun í sögu tíu liða efstu deildar kvenna (frá 2008) hjá liði sem var spáð titlinum. Valskonur „bættu“ met Blika frá því í fyrra en Blikakonur náðu þá í fimm stig í fyrstu þremur leikjunum sínum. Valsliðið hefur tapað báðum útileikjum sínum, fyrst 1-0 á móti Þór/KA fyrir norðan og svo 3-0 á móti Blikum á Kópavogsvellinum í gær. Báðir þeir mótherjar eru í hópi bestu liða deildarinnar og því var þetta allt annað en auðveld byrjun fyrir Valsliðið. Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í 2. umferðinni en öll mörkin komu þá á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Valsliðið hefur því skorað öll mörk sumarsins á tuttugu mínútna kafla af þeim 270 mínútum sem eru búnir af Íslandsmótinu. Verkefni Valsliðsins verður ekkert auðveldara í næsta leik en þá fá stelpurnar Íslandsmeistara Stjörnunnar í heimsókn. Hér fyrir neðan má sjá þessu óvinsælu met sem Valsliðið hefur sett með þessari slöku byrjun sinni.Fæst stig meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 3 - Valur, 2017 5 - Breiðablik, 2016 6 - Valur, 2009 6 - Stjarnan, 2014Fæst mörk meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 4 - Valur, 2017 4 - Valur, 2011 5 - Breiðablik, 2012 5 - Breiðablik, 2016Lélegasta markatala meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 0 - Valur, 2017 +2 - Valur, 2011 +3 - Breiðablik, 2016 +4 - Breiðablik, 2012 +5 - KR, 2008Lið sem hefur verið spáð meistaratitlinum síðustu ár og árangur í fyrstu þremur leikjunum:(Síðan að deildin varð að tíu liða deild sumarið 2008) 2017 Valur - 3 stig og 0 í markatölu (4-4) 2016 Breiðablik - 5 stig og +3 í markatölu (5-2) 2015 Breiðablik - 7 stig og +9 í markatölu (11-2) 2014 Stjarnan - 6 stig og +6 í markatölu (7-1) 2013 Stjarnan - 9 stig og +11 í markatölu (12-1) 2012 Breiðablik - 7 stig og +4 í markatölu (5-1) 2011 Valur - 7 stig og +2 í markatölu (4-2) 2010 Valur - 9 stig og +15 í markatölu (15-0) 2009 Valur - 6 stig og +10 í markatölu (15-5) 2008 KR - 9 stig og +5 í markatölu (8-3)
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30 Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30
Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45