Fær Maia loksins titilbardagann? Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. maí 2017 12:45 Demian Maia. Vísir/Getty UFC 211 fer fram í nótt í Dallas í Texas. Heiðursmaðurinn Demian Maia mætir þá Jorge Masvidal og gæti hann loksins fengið titilbardaga með sigri. Bardagakvöldið er eitt það besta á árinu og fara tveir titilbardagar fram á kvöldinu. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic mætir Junior dos Santos í aðalbardaga kvöldsins og strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk mætir Jessicu Andrade í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þrátt fyrir titilbardagana er einn áhugaverðasti bardagi kvöldsins í veltivigt. Demian Maia, sem sigraði Gunnar Nelson árið 2015, mætir þá Jorge Masvidal. Maia hefur unnið sex bardaga í röð í veltivigtinni og ætti að margra mati að vera kominn með titilbardaga. Maia er auðvitað einn besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 12 bardaga með uppgjafartaki. UFC hafði lofað Maia titilbardaga eftir sigur hans á Carlos Condit í ágúst en bardagasamtökin skiptu um skoðun og tjáðu Maia að hann þyrfti að taka bardaga gegn Masvidal til að fá titilbardagann. Það er akkúrat það eina sem Maia vill. Hann er ekki að leitast eftir svo kölluðum peningabardögum sem gefa vel í aðra hönd eins og svo margir bardagamenn eru að gera í dag. Það eina sem hann vill er titilbardagi til að sýna að hann sé bestur í veltivigtinni í dag. Hinn 39 ára gamli Maia hefur í raun aldrei verið betri. Í síðustu bardögum sínum hefur hann ekki lent í miklum vandræðum og er tölfræði hans hreint út sagt ótrúleg. Í síðustu fjórum bardögum sínum hefur hann samtals fengið aðeins 13 högg í sig. Hann hefur verið nær ósnertanlegur undanfarið þrátt fyrir að allir viti nákvæmlega hvað hann ætli að gera. Leikáætlun hans er verst geymda leyndarmálið í bransanum. Maia ætlar að pressa strax fram, fara í „single leg“ fellu og klára bardagann í gólfinu. Innan 30 sekúndna reynir Maia að minnsta kosti eina fellu. Þetta vita allir en samt tekst svo fáum að stöðva hann. Maia er lygilega góður í gólfinu og eru fáir sem standast honum snúninginn þar. „Ég hélt ég væri góður að glíma þar til ég glímdi við Maia,“ sagði fyrrum þungavigtarmeistarinn Frank Mir um Maia. Mir er sjálfur svart belti í brasilísku jiu-jitsu og gífurlega reyndur glímumaður. Andstæður mætastJorge Masvidal í vigtuninni í gær.Vísir/GettyAndstæðingur hans í nótt gæti ekki verið ólíkari Maia. Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að verja sig. Masvidal var í götuslagsmálasenunni með Kimbo Slice áður en hann fór í MMA og hikar ekki við að segja mönnum til syndanna. Ef ekki væri fyrir MMA væri Masvidal sennilega á slæmum stað í lífinu. Þrátt fyrir framkomu sína utan búrsins er Masvidal mjög tæknilegur bardagamaður og hefur hann fáa veikleika. Hann er með góðar hendur og ansi góða felluvörn og mun sannarlega reyna á felluvörnina gegn Maia í nótt. Masvidal verður að halda þessu standandi ef hann ætlar að vinna en það verður þrautinni þyngri. Stuðlarnir gætu varla verið jafnari fyrir þennan bardaga og segir það sína sögu um hve jafn og spennandi þessi bardagi er. Sigurvegarinn ætti að fá næsta titilbardaga í veltivigtinni og er því mikið undir hjá báðum. Maia lætur lítið í sér heyra vanalega en hefur lofað því að senda skýr skilaboð í viðtalinu í búrinu ef hann sigrar. Nær Maia sínum sjöunda sigri í röð eða kemst Masvidal fram fyrir hann í röðina í titilbaráttunni? Það kemur í ljós kl 2 í nótt þegar UFC 211 fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45 Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
UFC 211 fer fram í nótt í Dallas í Texas. Heiðursmaðurinn Demian Maia mætir þá Jorge Masvidal og gæti hann loksins fengið titilbardaga með sigri. Bardagakvöldið er eitt það besta á árinu og fara tveir titilbardagar fram á kvöldinu. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic mætir Junior dos Santos í aðalbardaga kvöldsins og strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk mætir Jessicu Andrade í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þrátt fyrir titilbardagana er einn áhugaverðasti bardagi kvöldsins í veltivigt. Demian Maia, sem sigraði Gunnar Nelson árið 2015, mætir þá Jorge Masvidal. Maia hefur unnið sex bardaga í röð í veltivigtinni og ætti að margra mati að vera kominn með titilbardaga. Maia er auðvitað einn besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 12 bardaga með uppgjafartaki. UFC hafði lofað Maia titilbardaga eftir sigur hans á Carlos Condit í ágúst en bardagasamtökin skiptu um skoðun og tjáðu Maia að hann þyrfti að taka bardaga gegn Masvidal til að fá titilbardagann. Það er akkúrat það eina sem Maia vill. Hann er ekki að leitast eftir svo kölluðum peningabardögum sem gefa vel í aðra hönd eins og svo margir bardagamenn eru að gera í dag. Það eina sem hann vill er titilbardagi til að sýna að hann sé bestur í veltivigtinni í dag. Hinn 39 ára gamli Maia hefur í raun aldrei verið betri. Í síðustu bardögum sínum hefur hann ekki lent í miklum vandræðum og er tölfræði hans hreint út sagt ótrúleg. Í síðustu fjórum bardögum sínum hefur hann samtals fengið aðeins 13 högg í sig. Hann hefur verið nær ósnertanlegur undanfarið þrátt fyrir að allir viti nákvæmlega hvað hann ætli að gera. Leikáætlun hans er verst geymda leyndarmálið í bransanum. Maia ætlar að pressa strax fram, fara í „single leg“ fellu og klára bardagann í gólfinu. Innan 30 sekúndna reynir Maia að minnsta kosti eina fellu. Þetta vita allir en samt tekst svo fáum að stöðva hann. Maia er lygilega góður í gólfinu og eru fáir sem standast honum snúninginn þar. „Ég hélt ég væri góður að glíma þar til ég glímdi við Maia,“ sagði fyrrum þungavigtarmeistarinn Frank Mir um Maia. Mir er sjálfur svart belti í brasilísku jiu-jitsu og gífurlega reyndur glímumaður. Andstæður mætastJorge Masvidal í vigtuninni í gær.Vísir/GettyAndstæðingur hans í nótt gæti ekki verið ólíkari Maia. Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að verja sig. Masvidal var í götuslagsmálasenunni með Kimbo Slice áður en hann fór í MMA og hikar ekki við að segja mönnum til syndanna. Ef ekki væri fyrir MMA væri Masvidal sennilega á slæmum stað í lífinu. Þrátt fyrir framkomu sína utan búrsins er Masvidal mjög tæknilegur bardagamaður og hefur hann fáa veikleika. Hann er með góðar hendur og ansi góða felluvörn og mun sannarlega reyna á felluvörnina gegn Maia í nótt. Masvidal verður að halda þessu standandi ef hann ætlar að vinna en það verður þrautinni þyngri. Stuðlarnir gætu varla verið jafnari fyrir þennan bardaga og segir það sína sögu um hve jafn og spennandi þessi bardagi er. Sigurvegarinn ætti að fá næsta titilbardaga í veltivigtinni og er því mikið undir hjá báðum. Maia lætur lítið í sér heyra vanalega en hefur lofað því að senda skýr skilaboð í viðtalinu í búrinu ef hann sigrar. Nær Maia sínum sjöunda sigri í röð eða kemst Masvidal fram fyrir hann í röðina í titilbaráttunni? Það kemur í ljós kl 2 í nótt þegar UFC 211 fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45 Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45
Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00