Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2017 10:22 Tölvuárásin var gerð í 99 löndum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017 Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017
Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00