Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 20:00 Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með. Fjallamennska Nepal Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira