Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sæunn Gísladóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 „Það er alltaf gott að vera með uppfærða vél og uppfærðan hugbúnað vegna þess að þegar gallar finnast, eins og sá sem er verið að nýta núna, er í mörgum tilvikum búið að gefa út uppfærslur fyrir þeim göllum,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu. Töluvárásir áttu sér stað á föstudaginn víðsvegar um heim og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Um er að ræða gagnagíslatökuárásir (e. ransomware). „Þetta er að dreifast með svindlpóstum. Það er verið að reyna að fá þig til að smella á hlekki. Svona póstar eru alltaf að verða betri og betri. Þeir eru að komast oftar framhjá þessum venjulegu vörnum,“ segir Jón Kristinn.Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá þekkingu.„Við erum farin að treysta mjög mikið á það að notandinn smelli ekki á hlekkinn, þess vegna skiptir máli að fólk sé meðvitað um það. Allir starfsmenn eru hluti af vörn fyrirtækisins.“ Margir óttast nú frekari árásir á morgun en Rob Wainwright, yfirmaður Europol, segir að árásin hafi náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. Lögreglunni hefur ekki borist tilkynning um tilfelli hér á landi. Jón Kristinn segir að engin ástæða sé til að halda að þetta hafi ekki áhrif hérlendis. „Við erum að nota sama búnað og alls staðar úti um allan heim.“ Tölvuþrjótarnir læsa nú gögnum fólks og krefjast greiðslu í staðinn. Jón Kristinn segir ekki eftirsóknarvert að borga. „Það er engin trygging fyrir því að þú fáir gögnin. Það skiptir máli fyrir alla að afrita gögnin sín og vera viss um að þau virki.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það vera að skýrast hvernig tölvuárásirnar virki tæknilega og hvað sé hægt að gera. Hann segir eina tilkynningu hafa komið frá manni í gær sem óttaðist að árásin hefði komið upp hjá sér hérlendis. „Það verður skoðað. Við teljum að það sé hugsanlegt,“ segir Hrafnkell. „Þetta er ekki nýtt. Það eru búnar að vera stanslausar árásir í marga mánuði eða misseri. Það sem aðgreinir þetta er hvernig smitleiðin er því hún er miklu virkari þannig að umfangið verður miklu meira.“ Hann tekur undir með Jóni Kristni að við séum líklega ekki stikkfrí á Íslandi. Hann segir brýnt að fólk hérlendis setji inn öryggisleiðréttingu sem stofnunin hefur mælt með. „Það sem er sérstakt við þennan vírus og aðgreinir hann frá öðrum er að hann er með tvöfalda virkni, þá kemur það sem við köllum tölvuorm, vírusinn dreifir sér innan staðarnetsins sem reynir á tiltekinn veikleika. Ef ekki er búið að setja inn þessa öryggisleiðréttingu sem við erum að benda á að þurfi nauðsynlegar að gera getur hann tekið yfir heilt staðarnet og allar tölvurnar í því.“ Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Það er alltaf gott að vera með uppfærða vél og uppfærðan hugbúnað vegna þess að þegar gallar finnast, eins og sá sem er verið að nýta núna, er í mörgum tilvikum búið að gefa út uppfærslur fyrir þeim göllum,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu. Töluvárásir áttu sér stað á föstudaginn víðsvegar um heim og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Um er að ræða gagnagíslatökuárásir (e. ransomware). „Þetta er að dreifast með svindlpóstum. Það er verið að reyna að fá þig til að smella á hlekki. Svona póstar eru alltaf að verða betri og betri. Þeir eru að komast oftar framhjá þessum venjulegu vörnum,“ segir Jón Kristinn.Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá þekkingu.„Við erum farin að treysta mjög mikið á það að notandinn smelli ekki á hlekkinn, þess vegna skiptir máli að fólk sé meðvitað um það. Allir starfsmenn eru hluti af vörn fyrirtækisins.“ Margir óttast nú frekari árásir á morgun en Rob Wainwright, yfirmaður Europol, segir að árásin hafi náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. Lögreglunni hefur ekki borist tilkynning um tilfelli hér á landi. Jón Kristinn segir að engin ástæða sé til að halda að þetta hafi ekki áhrif hérlendis. „Við erum að nota sama búnað og alls staðar úti um allan heim.“ Tölvuþrjótarnir læsa nú gögnum fólks og krefjast greiðslu í staðinn. Jón Kristinn segir ekki eftirsóknarvert að borga. „Það er engin trygging fyrir því að þú fáir gögnin. Það skiptir máli fyrir alla að afrita gögnin sín og vera viss um að þau virki.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það vera að skýrast hvernig tölvuárásirnar virki tæknilega og hvað sé hægt að gera. Hann segir eina tilkynningu hafa komið frá manni í gær sem óttaðist að árásin hefði komið upp hjá sér hérlendis. „Það verður skoðað. Við teljum að það sé hugsanlegt,“ segir Hrafnkell. „Þetta er ekki nýtt. Það eru búnar að vera stanslausar árásir í marga mánuði eða misseri. Það sem aðgreinir þetta er hvernig smitleiðin er því hún er miklu virkari þannig að umfangið verður miklu meira.“ Hann tekur undir með Jóni Kristni að við séum líklega ekki stikkfrí á Íslandi. Hann segir brýnt að fólk hérlendis setji inn öryggisleiðréttingu sem stofnunin hefur mælt með. „Það sem er sérstakt við þennan vírus og aðgreinir hann frá öðrum er að hann er með tvöfalda virkni, þá kemur það sem við köllum tölvuorm, vírusinn dreifir sér innan staðarnetsins sem reynir á tiltekinn veikleika. Ef ekki er búið að setja inn þessa öryggisleiðréttingu sem við erum að benda á að þurfi nauðsynlegar að gera getur hann tekið yfir heilt staðarnet og allar tölvurnar í því.“
Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22