Einkareknir fjölmiðlar í mun verri stöðu en áður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2017 06:00 Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. vísir/ernir Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55
Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00