Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. maí 2017 08:01 Brad Smith, forseti Microsoft. vísir/getty Brad Smith, forseti Microsoft og yfirmaður lögfræðisviðs Microsoft, birti harðorða yfirlýsingu á vefsíðu Microsoft í gær. Þar staðfestir hann það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. Smith vill að þjóðir heims samþykki stafrænan Genfarsáttmála svo koma megi í veg fyrir slíkar árásir í framtíðinni. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að tölvuþrjótar hefðu stolið mikilvægum gögnum frá NSA, þar á meðal tölvukóða sem í dag er þekktur sem hinn illræmdi vírus WannaCry. Nokkrum vikum áður en gögnunum var stolið uppfærði Microsoft stýrikerfi sín og í kjölfarið voru nýrri útgáfur Windows-stýrikerfisins varðar fyrir árásinni. Eldri útgáfur þess voru hins vegar berskjaldaðar fyrir árás.Áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna heimi Smith segir í yfirlýsingu sinni að WannaCry-tölvuárásin sé dæmi um það hvað geti farið úrskeiðis þegar yfirvöld hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa. Slíkur hugbúnaður, þróaður af bandarísku leyniþjónustunni, hefur þegar birst á WikiLeaks og núna veldur hugbúnaður þjóðaröryggisstofnunarinnar usla á heimsvísu. Árásin sé áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna. Þannig sé þörf á stafrænum Genfarsáttmála, þar sem tæknigeirinn, almenningur og ríkisstjórnir taka höndum saman til að vernda almenning í því stríði sem þjóðríkin heyja í hinum stafræna heimi. Vírusinn hægði á sér nú um helgina en talið er að meira en 200 þúsund tölvur séu sýktar. Þá á að öllum líkindum eftir að koma í ljós eftir því sem líður á daginn og fólk mætir aftur til vinnu um allan heim að fleiri tölvur hafi sýkst.Hundruð þúsunda tölva sýktar í Kína Þannig er greint frá því á vef Guardian að um 29 þúsund kínverskar stofnanir hafi orðið fyrir árásinni og þar með hundruð þúsunda tölva. Þá hafa upplýsingar borist um að 2000 tölvur á 600 mismunandi stöðum í Japan hafi sýkst af vírusnum en án þess þó að það hafi skapað mikil vandræði. Enn sem komið hafa svo engin tilfelli komið upp í Ástralíu í morgun. Vírusinn hagar sér þannig að hann læsir gögnum í tölvum fólks og tölvuþrjótarnir krefjast svo greiðslu fyrir það að opna gögnin aftur. Greining BBC á þremur reikningum sem tengjast tölvuárásinni gefur til kynna að í morgun hafi alls verið greiddir 38 þúsund dollarar til hakkaranna eða sem jafngildir um fjórum milljónum króna.Ekki opna viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi Í Fréttablaðinu í dag segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu, að ekki sé eftirsóknarvert að borga þrjótunum. Greiðsla sé engin trygging fyrir því að fólk fái gögnin sín aftur. Það skiptir mestu máli fyrir alla að afrita gögnin og passa að þau virki. WannaCry-tölvuveiran dreifist með tölvupóstum þar sem reynt er að fá notendur til smella á hlekki, það er því mikilvægt að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi. Jón Kristinn segir að mikilvægt sé að vera með nýjust uppfærslu í tölvum og sömuleiðis uppfærðan hugbúnað enda taka nýjustu uppfærslur oftast á þeim galla sem WannaCry-veiran nýtir sér. Tölvuárásir Tengdar fréttir Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Brad Smith, forseti Microsoft og yfirmaður lögfræðisviðs Microsoft, birti harðorða yfirlýsingu á vefsíðu Microsoft í gær. Þar staðfestir hann það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. Smith vill að þjóðir heims samþykki stafrænan Genfarsáttmála svo koma megi í veg fyrir slíkar árásir í framtíðinni. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að tölvuþrjótar hefðu stolið mikilvægum gögnum frá NSA, þar á meðal tölvukóða sem í dag er þekktur sem hinn illræmdi vírus WannaCry. Nokkrum vikum áður en gögnunum var stolið uppfærði Microsoft stýrikerfi sín og í kjölfarið voru nýrri útgáfur Windows-stýrikerfisins varðar fyrir árásinni. Eldri útgáfur þess voru hins vegar berskjaldaðar fyrir árás.Áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna heimi Smith segir í yfirlýsingu sinni að WannaCry-tölvuárásin sé dæmi um það hvað geti farið úrskeiðis þegar yfirvöld hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa. Slíkur hugbúnaður, þróaður af bandarísku leyniþjónustunni, hefur þegar birst á WikiLeaks og núna veldur hugbúnaður þjóðaröryggisstofnunarinnar usla á heimsvísu. Árásin sé áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna. Þannig sé þörf á stafrænum Genfarsáttmála, þar sem tæknigeirinn, almenningur og ríkisstjórnir taka höndum saman til að vernda almenning í því stríði sem þjóðríkin heyja í hinum stafræna heimi. Vírusinn hægði á sér nú um helgina en talið er að meira en 200 þúsund tölvur séu sýktar. Þá á að öllum líkindum eftir að koma í ljós eftir því sem líður á daginn og fólk mætir aftur til vinnu um allan heim að fleiri tölvur hafi sýkst.Hundruð þúsunda tölva sýktar í Kína Þannig er greint frá því á vef Guardian að um 29 þúsund kínverskar stofnanir hafi orðið fyrir árásinni og þar með hundruð þúsunda tölva. Þá hafa upplýsingar borist um að 2000 tölvur á 600 mismunandi stöðum í Japan hafi sýkst af vírusnum en án þess þó að það hafi skapað mikil vandræði. Enn sem komið hafa svo engin tilfelli komið upp í Ástralíu í morgun. Vírusinn hagar sér þannig að hann læsir gögnum í tölvum fólks og tölvuþrjótarnir krefjast svo greiðslu fyrir það að opna gögnin aftur. Greining BBC á þremur reikningum sem tengjast tölvuárásinni gefur til kynna að í morgun hafi alls verið greiddir 38 þúsund dollarar til hakkaranna eða sem jafngildir um fjórum milljónum króna.Ekki opna viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi Í Fréttablaðinu í dag segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu, að ekki sé eftirsóknarvert að borga þrjótunum. Greiðsla sé engin trygging fyrir því að fólk fái gögnin sín aftur. Það skiptir mestu máli fyrir alla að afrita gögnin og passa að þau virki. WannaCry-tölvuveiran dreifist með tölvupóstum þar sem reynt er að fá notendur til smella á hlekki, það er því mikilvægt að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi. Jón Kristinn segir að mikilvægt sé að vera með nýjust uppfærslu í tölvum og sömuleiðis uppfærðan hugbúnað enda taka nýjustu uppfærslur oftast á þeim galla sem WannaCry-veiran nýtir sér.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00