Fimmtán hundruð króna komugjald hefði skilað 6 milljörðum í ríkissjóð Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2017 15:17 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Eyþór Miðað við fjölda flugfarþega árið 2015 hefðu tekjur af 1.500 króna komugjaldi numið um 2.568 milljónum króna og Íslendingar hefðu greitt um 26 prósent af gjaldinu, eða 675 milljónir króna. Komugjald hefði numið 3.456 milljónum króna árið 2016 og þar af 23 prósent verið greidd af Íslendingum, eða 804 milljónir króna. Miðað við áætlanir Isavia um farþegafjölda yfirstandandi árs yrðu tekjur af komugjaldi um 4.206 milljónir króna og 20 prósent greidd af Íslendingum, eða 845 milljónir króna.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við svari Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar um komugjald flugfarþega. Þar er spurt hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu orðið ef komugjald að upphæð 1.500 krónum hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 til 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Þá var einnig spurt hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef komugjald að upphæð 1.500 krónum yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Við áætlun tekna af komugjaldi á flugfarþega var stuðst við gögn Ferðamálastofu um brottfarir farþega um Keflavíkurflugvöll. Niðurstöðuna er að finna í eftirfarandi töflu þar sem fram koma áætlaðar tekjur ríkissjóðs af 1.500 króna komugjaldi á hvern flugfarþega við komu til Íslands fyrir árin 2015–2017 og skiptingu þess milli íslenskra greiðenda og erlendra. Fjárhæðir eiga aðeins við um millilandaflug til landsins og eru í milljónum króna.Þá var spurt hvort það þurfi að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi, ef innheimta á komugjald af farþegum sem koma hingað til lands. Í svari fjármálaráðherra kemur fram möguleikar löggjafans til að leggja mismunandi komugjald á farþega í millilandaflugi og innanlandsflugi sæti verulegum takmörkunum vegna ákvæða í EES-samningnum, Chicago-sáttmálanum og samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Miðað við fjölda flugfarþega árið 2015 hefðu tekjur af 1.500 króna komugjaldi numið um 2.568 milljónum króna og Íslendingar hefðu greitt um 26 prósent af gjaldinu, eða 675 milljónir króna. Komugjald hefði numið 3.456 milljónum króna árið 2016 og þar af 23 prósent verið greidd af Íslendingum, eða 804 milljónir króna. Miðað við áætlanir Isavia um farþegafjölda yfirstandandi árs yrðu tekjur af komugjaldi um 4.206 milljónir króna og 20 prósent greidd af Íslendingum, eða 845 milljónir króna.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við svari Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar um komugjald flugfarþega. Þar er spurt hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu orðið ef komugjald að upphæð 1.500 krónum hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 til 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Þá var einnig spurt hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef komugjald að upphæð 1.500 krónum yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Við áætlun tekna af komugjaldi á flugfarþega var stuðst við gögn Ferðamálastofu um brottfarir farþega um Keflavíkurflugvöll. Niðurstöðuna er að finna í eftirfarandi töflu þar sem fram koma áætlaðar tekjur ríkissjóðs af 1.500 króna komugjaldi á hvern flugfarþega við komu til Íslands fyrir árin 2015–2017 og skiptingu þess milli íslenskra greiðenda og erlendra. Fjárhæðir eiga aðeins við um millilandaflug til landsins og eru í milljónum króna.Þá var spurt hvort það þurfi að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi, ef innheimta á komugjald af farþegum sem koma hingað til lands. Í svari fjármálaráðherra kemur fram möguleikar löggjafans til að leggja mismunandi komugjald á farþega í millilandaflugi og innanlandsflugi sæti verulegum takmörkunum vegna ákvæða í EES-samningnum, Chicago-sáttmálanum og samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira