Ökuritalaus hópferðabílstjóri sýknaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 20:42 Héraðsdómur Suðurlands, sem er á Selfossi, taldi rannsókn lögreglu ófullnægjandi. vísir/pjetur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag hópferðabílstjóra sem gefið var að sök að hafa brotið umferðarlög með því að aka hópferðabíl um Landmannalaugaveg án þess að hafa lögbundna tíma- eða vaktaáætlun, eða svokallaðan ökurita. Dómurinn taldi meðal annars að rannsókn lögreglu hafi verið ófullnægjandi. Bílstjórinn, sem ók hópbifreið sem tekur 14 farþega, var stöðvaður við hefðbundið eftirlit lögreglu í júlí í fyrra. Í lögregluskýrslu segir að í ljós hafi komið að enginn ökuriti væri í bílnum, þrátt fyrir að bílstjóranum sé skylt að notast við ökurita við akstur, né akstursdagbók. Maðurinn undirritaði þessa skýrslu þó ekki og fyrir dómi lagði hann fram dagbók um ferðir sínar og sagði bókina hafa verið í bílnum. Þá hafi hann verið á undanþágu frá ökurita. Jafnframt sagðist hann hafa talið að mönnum væri í sjálfsvald sett hvernig þeir skráðu ferðir sínar. Dómurinn taldi sömuleiðis að fólk geti nokkurn veginn ráðið því sjálft hvernig það hagar skráningu. Maðurinn hafi lagt fram ljósrit af dagbók sinni þar sem finna megi skráningu á umræddri skráningu og allar upplýsingar um hana; ferðatíma, hvíldartíma, upphafsstöðu mælis og lokastöðu hans, sem og skráðan komutíma til Reykjavíkur. Rannsókn málsins sé því ábótavant að því leyti að ekki sé hægt að sjá að rannsakað hafi verið með fullnægjandi hætti hvort bílstjórinn hafi skráð hjá sér með einhverjum hætti upplýsingar um ferð sína. Þá sé jafnframt ljóst að fullar upplýsingar um ferð verði ekki skráðar fyrr en í lok hennar. Var maðurinn því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag hópferðabílstjóra sem gefið var að sök að hafa brotið umferðarlög með því að aka hópferðabíl um Landmannalaugaveg án þess að hafa lögbundna tíma- eða vaktaáætlun, eða svokallaðan ökurita. Dómurinn taldi meðal annars að rannsókn lögreglu hafi verið ófullnægjandi. Bílstjórinn, sem ók hópbifreið sem tekur 14 farþega, var stöðvaður við hefðbundið eftirlit lögreglu í júlí í fyrra. Í lögregluskýrslu segir að í ljós hafi komið að enginn ökuriti væri í bílnum, þrátt fyrir að bílstjóranum sé skylt að notast við ökurita við akstur, né akstursdagbók. Maðurinn undirritaði þessa skýrslu þó ekki og fyrir dómi lagði hann fram dagbók um ferðir sínar og sagði bókina hafa verið í bílnum. Þá hafi hann verið á undanþágu frá ökurita. Jafnframt sagðist hann hafa talið að mönnum væri í sjálfsvald sett hvernig þeir skráðu ferðir sínar. Dómurinn taldi sömuleiðis að fólk geti nokkurn veginn ráðið því sjálft hvernig það hagar skráningu. Maðurinn hafi lagt fram ljósrit af dagbók sinni þar sem finna megi skráningu á umræddri skráningu og allar upplýsingar um hana; ferðatíma, hvíldartíma, upphafsstöðu mælis og lokastöðu hans, sem og skráðan komutíma til Reykjavíkur. Rannsókn málsins sé því ábótavant að því leyti að ekki sé hægt að sjá að rannsakað hafi verið með fullnægjandi hætti hvort bílstjórinn hafi skráð hjá sér með einhverjum hætti upplýsingar um ferð sína. Þá sé jafnframt ljóst að fullar upplýsingar um ferð verði ekki skráðar fyrr en í lok hennar. Var maðurinn því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira