Leikmenn mega velja sér lið fyrir norðan og fara frítt á milli Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2017 07:00 Leikstjórnandinn Sigþór Árni Heimisson valdi frekar að spila fyrir uppeldisfélagið sitt KA og fór frítt frá Akureyri (Þór). vísir/anton Sigþór Árni Heimisson, leikstjórnandi Akureyrar handboltafélags, varð í gær fyrsti maðurinn sem endurstofnað lið KA semur við en þessi uppaldi KA-maður ákvað að spila frekar með KA í 1. deildinni heldur en Akureyri sem er nú meistaraflokkur og annar flokkur Þórs, erkifjendanna úr Þorpinu. Eftir slit KA og Þórs á fundi með Handknattleikssambandi Íslands í fyrradag varð ljóst að bæði KA og Akureyri (Þór) senda lið til leiks í 1. deildinni eftir að AHF féll en í staðinn fyrir að taka upp eigið nafn á ný héldu Þórsarar Akureyrarnafninu sem er búið að byggja upp undanfarinn áratug. „Það eru verðmæti í vörumerkinu Akureyri handboltafélag eins og samningar við styrktaraðila. Við erum bara að yfirtaka félagið frá a-ö. Félagið er áfram til þótt pabbinn eða mamman yfirgefi heimilið. Við erum bara með forræði yfir króganum núna,“ segir Árni Óðinsson, formaður Íþróttafélagsins Þórs, um slitin.Svartir og flottir Árni segir allt óbreytt hjá Þórsurum fyrir utan það, að liðið rekur nú Akureyri Handboltafélag. Þórsarar verða áfram til, rauðir og hvítir, upp í 3. flokk en eftir það tekur við 2. flokkur og svo meistaraflokkur AHF. „Við ætlum bara að vera svartir og flottir. Unglingaflokkarnir okkar hafa verið flottir undanfarin ár og eru í mjög góðu umhverfi. Þeir verða áfram Þór. Síðan Akureyri var sett á laggirnar höfum við skilað einum átta strákum í atvinnumennsku þannig að eitthvað erum við að gera rétt í uppbyggingunni,“ segir Árni, en hvernig er staðan á samningsmálum leikmanna, þjálfara og styrktaraðila? „Það standa allir samningar sem hafa verið gerðir. Það verður engum leikmanni haldið nauðugum en Sverre Jakobsson er með samning í ár til viðbótar og er þjálfari Akureyrar handboltafélags í dag. Styrktarsamningar halda sér líka en við sjáum augljóslega verðmæti í þeim.“ Þórsarar, eins og KA-menn, hafa verið á fullu að funda og vinna í sínum málum. Hver framtíðin verður hjá Akureyri til lengri tíma er óráðin. Þórsarar sjá hag sinn í að reka AHF áfram núna en það er ekkert útilokað að endurvekja Þór síðar meir þótt það sé ekki á stefnuskránni í dag. „Það verður bara að reyna á það hversu vel okkur tekst að halda utan um þetta vörumerki. Núna er það verðmætara fyrir okkur heldur en ekki en svo er allt breytingum háð,“ segir Árni.Leikmenn fara frítt KA gaf eftir nafnið, styrktarsamningana og þjálfarann til að snúa aftur gulir og bláir á næsta ári. Nú hefst kapphlaup félaganna um leikmennina sem geta farið frítt á milli liða fyrir norðan en Akureyri (Þór) fær hagnaðinn ef leikmenn eru seldir annað. „Samkvæmt þessum samningi sem gerður var á milli HSÍ, Þórs og KA eru leikmannasamningar í eign Akureyrar en við megum ræða við alla leikmennina og ef þeim líst betur á okkar framtíðarsýn mega þeir skipta um lið endurgjaldslaust. Það eina sem flækir málin er ef önnur lið vilja fá leikmennina. Kaupi eitthvert lið leikmann í sumar sem er samningsbundinn Akureyri fær það, eða Þór, allt kaupverðið. Það skiptist ekki jafnt eins og það gerðist áður. Þessu fórnuðum við,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Hann bætir við að bæði félög séu nú í því að kynna leikmönnum sína framtíðarsýn en aðspurður hvort það þýði ekki á íslensku að KA-menn fari í KA og Þórsarar verði eftir í Akureyri svarar Sævar: „Jú, það gæti verið einmitt þannig.“Þarf að finna útgönguleið Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir engan leikmann hafa gefið sig fram enn þá sem vill fara yfir en fundað var með leikmönnum í gær. „Þar voru KA-menn á fundi. Það var bara verið að gera leikmönnum og þjálfurum grein fyrir stöðunni. Ef einhver vill fara verður það bara þannig en það þarf að finna útgönguleið,“ segir hann. Þórsarar hafa óskað eftir því að spila áfram í Höllinni en KA spilar í sínu húsi. Eins og staðan er núna er Sigþór Árni Heimisson eini leikmaður meistaraflokks KA fyrir utan unga gutta í 3. flokki en Sævar segist reikna með því að 2. flokks leikmenn Akureyrar sem eru uppaldir hjá þeim gulu komi nú yfir. Kapphlaupið er í það minnsta hafið. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Sigþór Árni Heimisson, leikstjórnandi Akureyrar handboltafélags, varð í gær fyrsti maðurinn sem endurstofnað lið KA semur við en þessi uppaldi KA-maður ákvað að spila frekar með KA í 1. deildinni heldur en Akureyri sem er nú meistaraflokkur og annar flokkur Þórs, erkifjendanna úr Þorpinu. Eftir slit KA og Þórs á fundi með Handknattleikssambandi Íslands í fyrradag varð ljóst að bæði KA og Akureyri (Þór) senda lið til leiks í 1. deildinni eftir að AHF féll en í staðinn fyrir að taka upp eigið nafn á ný héldu Þórsarar Akureyrarnafninu sem er búið að byggja upp undanfarinn áratug. „Það eru verðmæti í vörumerkinu Akureyri handboltafélag eins og samningar við styrktaraðila. Við erum bara að yfirtaka félagið frá a-ö. Félagið er áfram til þótt pabbinn eða mamman yfirgefi heimilið. Við erum bara með forræði yfir króganum núna,“ segir Árni Óðinsson, formaður Íþróttafélagsins Þórs, um slitin.Svartir og flottir Árni segir allt óbreytt hjá Þórsurum fyrir utan það, að liðið rekur nú Akureyri Handboltafélag. Þórsarar verða áfram til, rauðir og hvítir, upp í 3. flokk en eftir það tekur við 2. flokkur og svo meistaraflokkur AHF. „Við ætlum bara að vera svartir og flottir. Unglingaflokkarnir okkar hafa verið flottir undanfarin ár og eru í mjög góðu umhverfi. Þeir verða áfram Þór. Síðan Akureyri var sett á laggirnar höfum við skilað einum átta strákum í atvinnumennsku þannig að eitthvað erum við að gera rétt í uppbyggingunni,“ segir Árni, en hvernig er staðan á samningsmálum leikmanna, þjálfara og styrktaraðila? „Það standa allir samningar sem hafa verið gerðir. Það verður engum leikmanni haldið nauðugum en Sverre Jakobsson er með samning í ár til viðbótar og er þjálfari Akureyrar handboltafélags í dag. Styrktarsamningar halda sér líka en við sjáum augljóslega verðmæti í þeim.“ Þórsarar, eins og KA-menn, hafa verið á fullu að funda og vinna í sínum málum. Hver framtíðin verður hjá Akureyri til lengri tíma er óráðin. Þórsarar sjá hag sinn í að reka AHF áfram núna en það er ekkert útilokað að endurvekja Þór síðar meir þótt það sé ekki á stefnuskránni í dag. „Það verður bara að reyna á það hversu vel okkur tekst að halda utan um þetta vörumerki. Núna er það verðmætara fyrir okkur heldur en ekki en svo er allt breytingum háð,“ segir Árni.Leikmenn fara frítt KA gaf eftir nafnið, styrktarsamningana og þjálfarann til að snúa aftur gulir og bláir á næsta ári. Nú hefst kapphlaup félaganna um leikmennina sem geta farið frítt á milli liða fyrir norðan en Akureyri (Þór) fær hagnaðinn ef leikmenn eru seldir annað. „Samkvæmt þessum samningi sem gerður var á milli HSÍ, Þórs og KA eru leikmannasamningar í eign Akureyrar en við megum ræða við alla leikmennina og ef þeim líst betur á okkar framtíðarsýn mega þeir skipta um lið endurgjaldslaust. Það eina sem flækir málin er ef önnur lið vilja fá leikmennina. Kaupi eitthvert lið leikmann í sumar sem er samningsbundinn Akureyri fær það, eða Þór, allt kaupverðið. Það skiptist ekki jafnt eins og það gerðist áður. Þessu fórnuðum við,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Hann bætir við að bæði félög séu nú í því að kynna leikmönnum sína framtíðarsýn en aðspurður hvort það þýði ekki á íslensku að KA-menn fari í KA og Þórsarar verði eftir í Akureyri svarar Sævar: „Jú, það gæti verið einmitt þannig.“Þarf að finna útgönguleið Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir engan leikmann hafa gefið sig fram enn þá sem vill fara yfir en fundað var með leikmönnum í gær. „Þar voru KA-menn á fundi. Það var bara verið að gera leikmönnum og þjálfurum grein fyrir stöðunni. Ef einhver vill fara verður það bara þannig en það þarf að finna útgönguleið,“ segir hann. Þórsarar hafa óskað eftir því að spila áfram í Höllinni en KA spilar í sínu húsi. Eins og staðan er núna er Sigþór Árni Heimisson eini leikmaður meistaraflokks KA fyrir utan unga gutta í 3. flokki en Sævar segist reikna með því að 2. flokks leikmenn Akureyrar sem eru uppaldir hjá þeim gulu komi nú yfir. Kapphlaupið er í það minnsta hafið.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira