Heimavallardraugur á stærsta sviðinu í karlahandboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2017 06:30 Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason sækir að vörn FH en Arnar Freyr Ársælsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru til varnar. vísir/eyþór Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira