Segja enn stærri og lúmskari tölvuárás í gangi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2017 20:07 Byggir árásin á sama grunni og hin svokallaða WannaCry vísir/epa Önnur stærri og lúmskari tölvuárás en sú sem sýkti tölvur út um allan heim í vikunni er í gangi að mati netöryggisérfræðinga. AFP greinir frá. Byggir hún á sama grunni og hin svokallaða WannaCry veira sem sýkt hefur um 300 þúsund tölvur víða um. Í stað þess þó að frysta gögn og krefja eigendur þeirra um lausnarfé lúrir veiran í bakgrunni sýktra tölva og notar þær sem námuvél fyrir rafrænan gjaldmiðil. Gjaldmiðillinn sem um ræðir nefnist Monero og er af sama tagi og Bitcoin og aðrir rafrænir gjaldmiðlar. Hægt er að nota tölvur til þess að búa til nýjar rafrænar myndir eða „grafa þær upp.“ Sérfræðingar hjá netöryggisfyrirtækinu Proofpoint telja að tölvuþrjótarnir sem standa að baki veirunni, sem nefnd hefur verið Adylkuzz, hafa haft þúsundi dollara í formi rafræns gjaldmiðils upp úr krafsinu til þessa. Telja þeir að árásin hafi mögulega byrjað í apríl en erfitt getur reynst fyrir notendur að verða veirunnar varir vegna þess að hún lúrir í bakgrunni án þess að hafa afgerandi áhrif á tölvuna. Tölvuárásir Tengdar fréttir Norður-kóreskir hakkarar hugsanlega á bak við tölvuárásina Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. 16. maí 2017 07:40 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 WannaCry kominn til Íslands Tvö staðfest tilfelli um vírusinn hafa fundist hér á landi. 16. maí 2017 10:43 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Önnur stærri og lúmskari tölvuárás en sú sem sýkti tölvur út um allan heim í vikunni er í gangi að mati netöryggisérfræðinga. AFP greinir frá. Byggir hún á sama grunni og hin svokallaða WannaCry veira sem sýkt hefur um 300 þúsund tölvur víða um. Í stað þess þó að frysta gögn og krefja eigendur þeirra um lausnarfé lúrir veiran í bakgrunni sýktra tölva og notar þær sem námuvél fyrir rafrænan gjaldmiðil. Gjaldmiðillinn sem um ræðir nefnist Monero og er af sama tagi og Bitcoin og aðrir rafrænir gjaldmiðlar. Hægt er að nota tölvur til þess að búa til nýjar rafrænar myndir eða „grafa þær upp.“ Sérfræðingar hjá netöryggisfyrirtækinu Proofpoint telja að tölvuþrjótarnir sem standa að baki veirunni, sem nefnd hefur verið Adylkuzz, hafa haft þúsundi dollara í formi rafræns gjaldmiðils upp úr krafsinu til þessa. Telja þeir að árásin hafi mögulega byrjað í apríl en erfitt getur reynst fyrir notendur að verða veirunnar varir vegna þess að hún lúrir í bakgrunni án þess að hafa afgerandi áhrif á tölvuna.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Norður-kóreskir hakkarar hugsanlega á bak við tölvuárásina Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. 16. maí 2017 07:40 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 WannaCry kominn til Íslands Tvö staðfest tilfelli um vírusinn hafa fundist hér á landi. 16. maí 2017 10:43 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Norður-kóreskir hakkarar hugsanlega á bak við tölvuárásina Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. 16. maí 2017 07:40
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
WannaCry kominn til Íslands Tvö staðfest tilfelli um vírusinn hafa fundist hér á landi. 16. maí 2017 10:43