Spil gegn staðalímyndum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. maí 2017 20:00 Hér má sjá dæmi um pípara, leikskólakennara, listamenn og hjúkrunarfræðinga en alls er um fimmtán störf að ræða vísir/bsm Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar spil sem á að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf. Á spilunum má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Tvö spjöld eru fyrir hvert starf. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða. Einnig sýna spilin fjölbreytileika mannlífsins, fólk er með mismunandi litarhaft, á öllum aldri, fatlað og ófatlað - til dæmis eru leikskólakennararnir í hjólastól. Hugmyndin kom frá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru jafnréttismála í Reykjavík, en myndirnar teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Við búum í landi þar sem er frekar kynbundinn vinnumarkaður og pælingin er að opna á það gagnvart börnunum að þú getur orðið það sem þú vilt óháð kyni," segir Kolbrún. Spilið má nota sem samstæðuspil - þar sem reynt er að finna sem flestar samstæður en einnig er hægt að nýta það í sögugerð, leiklist, veiðimann og svo framvegis. „Ég hef fundið fyrir því þegar ég fer á vettvang og hitti starfsfólk leikskóla og frístundaheimila að því finnst það vanta verkfæri. Starfsfólk vill fræða börnin en það veit ekki hvar á að byrja eða hvað það á að segja. Þannig að mig langaði að útbúa eitthvað sem væri hægt að nota - gleðja börnin og hjálpa starfsfólki að opna umræðuna," segir Kolbrún. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar spil sem á að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf. Á spilunum má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Tvö spjöld eru fyrir hvert starf. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða. Einnig sýna spilin fjölbreytileika mannlífsins, fólk er með mismunandi litarhaft, á öllum aldri, fatlað og ófatlað - til dæmis eru leikskólakennararnir í hjólastól. Hugmyndin kom frá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru jafnréttismála í Reykjavík, en myndirnar teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Við búum í landi þar sem er frekar kynbundinn vinnumarkaður og pælingin er að opna á það gagnvart börnunum að þú getur orðið það sem þú vilt óháð kyni," segir Kolbrún. Spilið má nota sem samstæðuspil - þar sem reynt er að finna sem flestar samstæður en einnig er hægt að nýta það í sögugerð, leiklist, veiðimann og svo framvegis. „Ég hef fundið fyrir því þegar ég fer á vettvang og hitti starfsfólk leikskóla og frístundaheimila að því finnst það vanta verkfæri. Starfsfólk vill fræða börnin en það veit ekki hvar á að byrja eða hvað það á að segja. Þannig að mig langaði að útbúa eitthvað sem væri hægt að nota - gleðja börnin og hjálpa starfsfólki að opna umræðuna," segir Kolbrún.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira