Tveir af efnilegustu handboltamönnum landsins fengu báðir 10 fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 10:00 FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir á Valsmanninn Ýmir Örn Gíslason í leiknum í gær. Vísir/Eyþór Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær. FH-ingar fögnuðu fimm marka sigri í leiknum, 30-25, og það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason hafa heillað marga handboltaáhugamenn með frammistöðu sinni í vetur og með því sýnt að þeir geta náð langt í þessari íþrótt. Ýmir Örn blómstrar helst í vörninni en Gísli í sókninni. HB Statz tók saman tölfræði úr leiknum í gærkvöldi eins og í fyrri leikjum úrslitaeinvígisins og þar komu þessir tveir ungu strákar afar vel út. Þeir fengu nefnilega báðir tíu fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz, Gísli fékk tíu fyrir sóknarleikinn en Ýmir tíu fyrir varnarleikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum í leiknum en eins átti hann 4 stoðsendingar og fiskaði að auki þrjú vítaköst. Gísli tapaði reyndar 4 boltum en kom með beinum hætti að 15 mörkum FH-liðsins. Hann átti einnig fimm mögulegar stoðsendingar að auki þar sem liðsfélagar hans nýttu ekki færin sín. Ýmir Örn Gíslason náði tíu löglegum stöðvunum í leiknum en hann stal alls fjórum boltum af FH-ingum í leiknum. Ýmir nýtti reyndar bara 2 af 7 skotum sínum en hann fiskaði 3 vítaköst eins og Gísli. Það er hægt að skoða tölfræði HB Statz úr leiknum í gærkvöldi með því að smella hér.Besti sóknarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 10,0 Josip Juric Gric, Val 9,2 Ólafur Ægir Ólafsson, Val 8,4 Ásbjörn Friðriksson, FH 7,6 Einar Rafn Eiðsson, FH 7,4 Ísak Rafnsson, FH 7,1Besti varnarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Ýmir Örn Gíslason, Val 10,0 Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,3 Orri Freyr Gíslason, Val 6,9 Ísak Rafnsson, FH 6,7 Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7 Alexander Örn Júlíusson, Val 6,7 Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær. FH-ingar fögnuðu fimm marka sigri í leiknum, 30-25, og það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason hafa heillað marga handboltaáhugamenn með frammistöðu sinni í vetur og með því sýnt að þeir geta náð langt í þessari íþrótt. Ýmir Örn blómstrar helst í vörninni en Gísli í sókninni. HB Statz tók saman tölfræði úr leiknum í gærkvöldi eins og í fyrri leikjum úrslitaeinvígisins og þar komu þessir tveir ungu strákar afar vel út. Þeir fengu nefnilega báðir tíu fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz, Gísli fékk tíu fyrir sóknarleikinn en Ýmir tíu fyrir varnarleikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum í leiknum en eins átti hann 4 stoðsendingar og fiskaði að auki þrjú vítaköst. Gísli tapaði reyndar 4 boltum en kom með beinum hætti að 15 mörkum FH-liðsins. Hann átti einnig fimm mögulegar stoðsendingar að auki þar sem liðsfélagar hans nýttu ekki færin sín. Ýmir Örn Gíslason náði tíu löglegum stöðvunum í leiknum en hann stal alls fjórum boltum af FH-ingum í leiknum. Ýmir nýtti reyndar bara 2 af 7 skotum sínum en hann fiskaði 3 vítaköst eins og Gísli. Það er hægt að skoða tölfræði HB Statz úr leiknum í gærkvöldi með því að smella hér.Besti sóknarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 10,0 Josip Juric Gric, Val 9,2 Ólafur Ægir Ólafsson, Val 8,4 Ásbjörn Friðriksson, FH 7,6 Einar Rafn Eiðsson, FH 7,4 Ísak Rafnsson, FH 7,1Besti varnarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Ýmir Örn Gíslason, Val 10,0 Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,3 Orri Freyr Gíslason, Val 6,9 Ísak Rafnsson, FH 6,7 Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7 Alexander Örn Júlíusson, Val 6,7
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira