Hátt settir Framsóknarmenn vilja tefla Sigmundi fram í borginni Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2017 05:00 Alþekkt er að fyrrverandi forsætisráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Vísir/Daníel Áhrifamenn innan Framsóknarflokks hafa hvatt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið. Hann er sem stendur óbreyttur þingmaður og situr í utanríkismálanefnd. „Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga, en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. „Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.“ Alþekkt er að Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum í borginni. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig þau mál varða, líka þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur hefur skrifað innblásna pistla um skipulagsmál og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Árið 2015 skrifaði hann, svo dæmi sé tekið, grein á heimasíðu sína þar sem hann sagði gamla bæinn í Reykjavík ekki hafa staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og þá frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefndi fyrirhugaðar framkvæmdir á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem dæmi um vont skipulag. Þá varð frægt þegar hann sendi frá sér jólakort sama ár, þar sem hann hafði látið teikna byggingu inn á fyrirhugaðan byggingarreit nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis í stíl Guðjóns Samúelssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Áhrifamenn innan Framsóknarflokks hafa hvatt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið. Hann er sem stendur óbreyttur þingmaður og situr í utanríkismálanefnd. „Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga, en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. „Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.“ Alþekkt er að Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum í borginni. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig þau mál varða, líka þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur hefur skrifað innblásna pistla um skipulagsmál og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Árið 2015 skrifaði hann, svo dæmi sé tekið, grein á heimasíðu sína þar sem hann sagði gamla bæinn í Reykjavík ekki hafa staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og þá frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefndi fyrirhugaðar framkvæmdir á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem dæmi um vont skipulag. Þá varð frægt þegar hann sendi frá sér jólakort sama ár, þar sem hann hafði látið teikna byggingu inn á fyrirhugaðan byggingarreit nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis í stíl Guðjóns Samúelssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36