Hátt settir Framsóknarmenn vilja tefla Sigmundi fram í borginni Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2017 05:00 Alþekkt er að fyrrverandi forsætisráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Vísir/Daníel Áhrifamenn innan Framsóknarflokks hafa hvatt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið. Hann er sem stendur óbreyttur þingmaður og situr í utanríkismálanefnd. „Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga, en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. „Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.“ Alþekkt er að Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum í borginni. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig þau mál varða, líka þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur hefur skrifað innblásna pistla um skipulagsmál og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Árið 2015 skrifaði hann, svo dæmi sé tekið, grein á heimasíðu sína þar sem hann sagði gamla bæinn í Reykjavík ekki hafa staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og þá frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefndi fyrirhugaðar framkvæmdir á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem dæmi um vont skipulag. Þá varð frægt þegar hann sendi frá sér jólakort sama ár, þar sem hann hafði látið teikna byggingu inn á fyrirhugaðan byggingarreit nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis í stíl Guðjóns Samúelssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Áhrifamenn innan Framsóknarflokks hafa hvatt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið. Hann er sem stendur óbreyttur þingmaður og situr í utanríkismálanefnd. „Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga, en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. „Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.“ Alþekkt er að Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum í borginni. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig þau mál varða, líka þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur hefur skrifað innblásna pistla um skipulagsmál og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Árið 2015 skrifaði hann, svo dæmi sé tekið, grein á heimasíðu sína þar sem hann sagði gamla bæinn í Reykjavík ekki hafa staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og þá frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefndi fyrirhugaðar framkvæmdir á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem dæmi um vont skipulag. Þá varð frægt þegar hann sendi frá sér jólakort sama ár, þar sem hann hafði látið teikna byggingu inn á fyrirhugaðan byggingarreit nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis í stíl Guðjóns Samúelssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36