Heimta að slökkt verði á eldflaugavarnarkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 10:30 Svokallað THAAD-eldflaugavarnarkerfi, eða Terminal High Altitude Area Defense system. V'isir/AFP Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Norður-Kórea Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin og Suður-Kórea slökkvi á THAAD-eldflaugavarnarkerfinu sem hefur verið gangsett, að hluta til, í Suður-Kóreu. Ákveðið var að koma kerfinu upp eftir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í júlí og var það gangsett í gær. Kínverjar hafa þó brugðist reiðir við og telja kerfið koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu. „Við erum mótfallnir uppsetningu THAAD-kerfisins og hvetjum alla aðila til að hætta við uppsetninguna. Við munum taka öll nauðsynleg skref til að tryggja hag okkar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína við blaðamann í dag. Utanríkisráðuneytið lýsti þó einnig yfir ánægju sinni með þau ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hann væri tilbúinn til að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við réttar kringumstæður.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir að eldflaugavarnarkerfið sé virkt og geti skotið niður eldflaugar verður geta þess aukin seinna á árinu. Þá verður viðbótarbúnaði komið fyrir eins og uppsetningu kerfisins lokið. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkin hafa ýtt svæðinu í átt að kjarnorkustyrjöld og saka þá um árásargirni. Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum var flogið til æfinga með herafla Suður-Kóreu og Japan í gær og reitti það Pyongyang til reiði. Á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, eru Bandaríkin sökuð um að kalla eftir fyrirbyggjandi kjarnorkuárás á Norður-Kóreu og að æfingin í gær hafi verið undirbúningur fyrir slíka árás. Norður-Kórea hefur framkvæmt fimm kjarnorkusprengjutilraunir í trássi við ályktanir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Samhliða kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins hafa þeir einnig verið að þróa langdrægar eldflaugar með því yfirlýsta markmið að koma upp eldflaugum sem gætu drifið til Bandaríkjanna. Nú síðast skutu þeir eldflaug á loft á laugardaginn. Sú tilraun misheppnaðist þó. Þar að auki hafa Norður-Kóreumenn æft kjarnorkuvopnaárásir á Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent