Draumur Valsmanna sem dó kostaði tólf milljónir: „Við vorum rændir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 17:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir Valsmenn hafa verið rænda. vísir/ernir „Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
„Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39