Ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar Bolli Héðinsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar þ. á m. um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til innviða samfélagsins á sviði menntamála og ríkisrekinna heilbrigðisstofnana? Þegar að afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun kemur, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þó stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Ef stjórnarandstaðan er reiðubúin að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni, ætlar hún bara að láta bjóða sér það sem ríkisstjórninni þóknast að rétta að henni hverju sinni? Ætlar stjórnarandstaðan ekki að krefjast þess á móti að ná einhverjum sinna mála fram, gegn því að styðja lykilmál ríkisstjórnarinnar? Getur ríkisstjórnin einfaldlega kallað á stjórnarandstöðuna eftir eigin hentugleika og hún hlýtt kallinu án þess að fá nokkuð í staðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar þ. á m. um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til innviða samfélagsins á sviði menntamála og ríkisrekinna heilbrigðisstofnana? Þegar að afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun kemur, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þó stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Ef stjórnarandstaðan er reiðubúin að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni, ætlar hún bara að láta bjóða sér það sem ríkisstjórninni þóknast að rétta að henni hverju sinni? Ætlar stjórnarandstaðan ekki að krefjast þess á móti að ná einhverjum sinna mála fram, gegn því að styðja lykilmál ríkisstjórnarinnar? Getur ríkisstjórnin einfaldlega kallað á stjórnarandstöðuna eftir eigin hentugleika og hún hlýtt kallinu án þess að fá nokkuð í staðinn?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun