Að stuðla að óheilsu Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun