Svíar halda áfram að fara á kostum undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Í kvöld fóru til Rússlands í undankeppni EM og völtuðu yfir heimamenn, 21-29.
Svíarnir byrjuðu leikinn ótrúlega og náði 1-8 forskoti. Staðan í leikhléi var 10-17. Niklas Ekberg markahæstur í liði Svía með átta mörk og Jim Gottfridsson skoraði sex.
Svíar eru með fullt hús eftir þrjá leiki og komnir hálfa leið á EM.
Liðin sem mættust í úrslitaleik HM í janúar, Noregur og Frakkland, mættust í Noregi. Norðmenn voru ekki búnir að gleyma úrslitaleiknum í París og ætluðu að hefna. Það gerðu þeir líka.
Norðmenn unnu, 35-30, í jöfnum og spennandi leik þar sem þeir voru þó alltaf skrefi á undan. Í lokin gáfust Frakkar upp og Norðmenn fögnuðu afar sætum sigri.
Norðmenn komust upp að hlið Frakka á toppi riðils 7 með sigrinum en þeir eru augljóslega komnir til þess að vera á meðal þeirra bestu.
Sander Sagosen skoraði heil þrettán mörk fyrir Norðmenn í kvöld en Nedim Remili var atkvæðamestur í liði Frakka með sjö mörk.
Úkraína er svo komið á topp riðils Íslands eftir 26-23 sigur gegn Tékkum. Öll liðin í riðlinum voru með tvö stig fyrir þessa umferð.
Strákarnir hans Kristjáns í stuði | Noregur lagði Frakkland
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn