Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hvekktir farþegar stíga frá borði Primera Air þotunnar sem endaði utan brautar á Keflavíkurflugvelli. vísir/jbg „Það hefði getað skapast háskalegt ástand ef þetta hefði gerst milli þrjú og fjögur um daginn,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um óhappið sem varð er farþegaþota Primera Air fór út af braut í lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm á föstudaginn. Ingvar segir að hefði óhappið orðið á háannatíma hefði fjöldi véla þurft að hverfa til varaflugvalla. Þar sé um að tefla Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði. Það hamli síðarnefndu völlunum tveimur að þar sé aðeins pláss fyrir fjórar þotur á hvorum stað. Ef Keflavíkurflugvöllur lokist til dæmis vegna snjókomu sé oft snjókoma í Reykjavík sömuleiðis.Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Þessi varaflugvallamál eru í ólestri og við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á það en engin viðbrögð fengið,“ segir Ingvar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugvellirnir á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík taki tuttugu til þrjátíu flugvélar. „Það er það sem er á klukkustund þegar mest lætur í Keflavík,“ bendir hann á. Þoturnar komi eins og perlufesti að Keflavíkurflugvelli, þær öftustu á leið frá Evrópu séu nær Skotlandi en Íslandi og geti snúið þangað til lendingar lokist völlurinn. „Það væri þægilegt að hafa stærri flughlöð á Egilsstöðum og Akureyri en við getum á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli tekið á móti umferðinni sem er þar á um einum klukkutíma eða vísað vélunum yfir á aðra flugvelli,“ segir Guðni. Varðandi atvikið á föstudag segist Ingvar hvorki vilja hrapa að ályktunum né alhæfa neitt. „En það eru óneitanlega vísbendingar þarna á ferðinni. Snjóhreinsun í Keflavík hefur verið svolítið umfjöllunarefni,“ vekur hann athygli á. „Það eru sterkar vísbendingar um að það þurfi að setja meiri kraft í snjóhreinsun á Keflavíkurflugvelli og mér skilst að það standi til bóta næsta haust.“ Guðni segir það vissulega rétt að bæta þurfi við tækjum í snjómokstri en það sé vegna þess að bætt hafi verið við flugvélastæðum svo svari til átján fótboltavalla. „Hálkuvarnir og snjóvarnir á Keflavíkurflugvelli eru með því besta sem gerist í heiminum, það er bara staðreynd. Það er ekkert til sparað,“ segir hann. Að sögn Ingvars er mjög mikilvægt að komist sé sem fyrst að orsökum óhappsins á föstudag sem og orsökum allra annarra óhappa og slysa í fluginu. „Það er geysilega mikið af góðu fólki að vinna í flugiðnaðinum á Íslandi en það eru sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd samgönguslysa þurfi að fá aukin fjárframlög,“ segir Ingvar og vísar til laga um rannsókn samgönguslysa þar sem viðmiðið sé að rannsóknarskýrslur komi út innan eins árs. „En þetta hefur verið að dragast úr hófi fram. Maður spyr sig hvort það geti verið að þetta sé eins og með Matvælastofnun; að þarna þurfi meiri peninga til að auka afköstin. Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Það hefði getað skapast háskalegt ástand ef þetta hefði gerst milli þrjú og fjögur um daginn,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um óhappið sem varð er farþegaþota Primera Air fór út af braut í lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm á föstudaginn. Ingvar segir að hefði óhappið orðið á háannatíma hefði fjöldi véla þurft að hverfa til varaflugvalla. Þar sé um að tefla Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði. Það hamli síðarnefndu völlunum tveimur að þar sé aðeins pláss fyrir fjórar þotur á hvorum stað. Ef Keflavíkurflugvöllur lokist til dæmis vegna snjókomu sé oft snjókoma í Reykjavík sömuleiðis.Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Þessi varaflugvallamál eru í ólestri og við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á það en engin viðbrögð fengið,“ segir Ingvar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugvellirnir á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík taki tuttugu til þrjátíu flugvélar. „Það er það sem er á klukkustund þegar mest lætur í Keflavík,“ bendir hann á. Þoturnar komi eins og perlufesti að Keflavíkurflugvelli, þær öftustu á leið frá Evrópu séu nær Skotlandi en Íslandi og geti snúið þangað til lendingar lokist völlurinn. „Það væri þægilegt að hafa stærri flughlöð á Egilsstöðum og Akureyri en við getum á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli tekið á móti umferðinni sem er þar á um einum klukkutíma eða vísað vélunum yfir á aðra flugvelli,“ segir Guðni. Varðandi atvikið á föstudag segist Ingvar hvorki vilja hrapa að ályktunum né alhæfa neitt. „En það eru óneitanlega vísbendingar þarna á ferðinni. Snjóhreinsun í Keflavík hefur verið svolítið umfjöllunarefni,“ vekur hann athygli á. „Það eru sterkar vísbendingar um að það þurfi að setja meiri kraft í snjóhreinsun á Keflavíkurflugvelli og mér skilst að það standi til bóta næsta haust.“ Guðni segir það vissulega rétt að bæta þurfi við tækjum í snjómokstri en það sé vegna þess að bætt hafi verið við flugvélastæðum svo svari til átján fótboltavalla. „Hálkuvarnir og snjóvarnir á Keflavíkurflugvelli eru með því besta sem gerist í heiminum, það er bara staðreynd. Það er ekkert til sparað,“ segir hann. Að sögn Ingvars er mjög mikilvægt að komist sé sem fyrst að orsökum óhappsins á föstudag sem og orsökum allra annarra óhappa og slysa í fluginu. „Það er geysilega mikið af góðu fólki að vinna í flugiðnaðinum á Íslandi en það eru sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd samgönguslysa þurfi að fá aukin fjárframlög,“ segir Ingvar og vísar til laga um rannsókn samgönguslysa þar sem viðmiðið sé að rannsóknarskýrslur komi út innan eins árs. „En þetta hefur verið að dragast úr hófi fram. Maður spyr sig hvort það geti verið að þetta sé eins og með Matvælastofnun; að þarna þurfi meiri peninga til að auka afköstin. Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12
Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57
Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57