Geir: Annað hvort viljum við þetta eða ekki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2017 06:00 Aron Pálmarsson sækir að marki Makedóna í gær. Hann fann sig ekki í leiknum frekar en margir aðrir leikmenn liðsins. fréttablaðið/epa Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Björgvin Páll í stuði og þetta lofaði góðu. Þessi góða byrjun reyndist skammgóður vermir því Makedóníumenn tóku leikinn yfir. Skoruðu fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var að fá fínustu færi en nýtti þau illa. Að sama skapi var varnarleikur íslenska liðsins hreinasta hörmung og Makedóníumenn skoruðu að vild. Strákarnir líka seinir til baka og heimamenn að fá of mikið af ódýrum mörkum. Það verður að gefa Makedóníumönnum samt það að liðið spilaði mjög vel. Nýr þjálfari kominn sem var ekki í því rugli að spila með sjö í sókn og hann lét liðið þess í stað spila ljómandi fínan sóknarbolta.Sterkur endasprettur Varnarleikur strákanna okkar lagaðist eftir því sem leið á hálfleikinn. Tvö góð mörk frá Ólafi Guðmundssyni sáu til þess að munurinn var aðeins tvö mörk í leikhléi, 15-13. Vel sloppið miðað við að íslenska liðið var talsvert lakari aðilinn í hálfleiknum. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í hálfleiknum og Aron Pálmarsson þrjú. Janus Daði skoraði líka tvö góð mörk. Framlag annarra sóknarleikmanna var lítið sem ekkert því miður. Strákarnir byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og komust yfir, 16-17. Í stað þess að láta kné fylgja kviði missti liðið forskotið um hæl og náði aldrei að bíta aftur í Makedóníumennina sem unnu fimm marka sigur.Ekki mark síðustu sjö mínúturnar Strákarnir fengu sín færi til þess að komast aftur inn í leikinn en nýttu þau ekki. Liðið skoraði ekki mark síðustu sjö mínútur leiksins. Varnarleikurinn hélt ekki út og markvarslan var langt frá því að vera nógu góð. Strákarnir eru nú með bakið upp við vegg og verða að vinna síðustu þrjá leiki sína ætli þeir að komast á EM. Fyrsta verkefni er heimaleikurinn gegn Makedóníu á sunnudag. „Fimm marka tap er einfaldlega of mikið. Það var engin ástæða til þess að tapa með svona miklum mun. Banabitinn er auðvitað að við skorum ekki síðustu sjö mínútur leiksins,“ segir keppnismaðurinn Geir Sveinsson landsliðsþjálfari svekktur. „Við vorum einu marki undir en skorum svo ekki. Ástæðan er ekki sú að við fáum ekki færi. Erum að klúðra víti, hraðaupphlaupi og vorum að fá færin. Við bara nýttum þau ekki því miður. Markatalan skiptir miklu máli og því er svekkjandi að tapa svona stórt. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna en ég hef séð þá betri í vörn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá náðum við ekki einu sinni að klukka þá. Vörnin var aðalsmerki okkar í Frakklandi en hana vantaði alveg í fyrri hálfleik.“Viljum þetta eða ekki Þó að þjálfarinn væri eðlilega svekktur þá gat hann reynt að sjá björtu hliðarnar líka. „Það var ágætis innkoma hjá sumum en heilt yfir þá eiga allir meira inni. Niðurstaðan er því ekkert stig. Vörnin var ekki góð eins og áður segir og við fengum ekki markvörslu heldur,“ segir þjálfarinn en hann var ósáttur við hversu illa gekk að beisla Stoilov á línunni. „Hann var okkur erfiður. Fékk fullmikið að vinna úr. Lazarov var okkur erfiður í fyrri hálfleik en við náðum að stöðva hann betur í síðari.“ Eins og áður segir er ekkert annað í stöðunni hjá íslenska liðinu en að vinna alla síðustu leiki sína í riðlinum. „Það er bara staðan. Við vissum að við þyrftum sex stig úr þessum lokaleikjum og staðan er enn sú sama. Það er ekkert annað í boði en að menn rífi sig upp fyrir seinni leikinn. Annaðhvort viljum við þetta eða ekki. Það kemur í ljós í heimaleiknum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Björgvin Páll í stuði og þetta lofaði góðu. Þessi góða byrjun reyndist skammgóður vermir því Makedóníumenn tóku leikinn yfir. Skoruðu fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var að fá fínustu færi en nýtti þau illa. Að sama skapi var varnarleikur íslenska liðsins hreinasta hörmung og Makedóníumenn skoruðu að vild. Strákarnir líka seinir til baka og heimamenn að fá of mikið af ódýrum mörkum. Það verður að gefa Makedóníumönnum samt það að liðið spilaði mjög vel. Nýr þjálfari kominn sem var ekki í því rugli að spila með sjö í sókn og hann lét liðið þess í stað spila ljómandi fínan sóknarbolta.Sterkur endasprettur Varnarleikur strákanna okkar lagaðist eftir því sem leið á hálfleikinn. Tvö góð mörk frá Ólafi Guðmundssyni sáu til þess að munurinn var aðeins tvö mörk í leikhléi, 15-13. Vel sloppið miðað við að íslenska liðið var talsvert lakari aðilinn í hálfleiknum. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í hálfleiknum og Aron Pálmarsson þrjú. Janus Daði skoraði líka tvö góð mörk. Framlag annarra sóknarleikmanna var lítið sem ekkert því miður. Strákarnir byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og komust yfir, 16-17. Í stað þess að láta kné fylgja kviði missti liðið forskotið um hæl og náði aldrei að bíta aftur í Makedóníumennina sem unnu fimm marka sigur.Ekki mark síðustu sjö mínúturnar Strákarnir fengu sín færi til þess að komast aftur inn í leikinn en nýttu þau ekki. Liðið skoraði ekki mark síðustu sjö mínútur leiksins. Varnarleikurinn hélt ekki út og markvarslan var langt frá því að vera nógu góð. Strákarnir eru nú með bakið upp við vegg og verða að vinna síðustu þrjá leiki sína ætli þeir að komast á EM. Fyrsta verkefni er heimaleikurinn gegn Makedóníu á sunnudag. „Fimm marka tap er einfaldlega of mikið. Það var engin ástæða til þess að tapa með svona miklum mun. Banabitinn er auðvitað að við skorum ekki síðustu sjö mínútur leiksins,“ segir keppnismaðurinn Geir Sveinsson landsliðsþjálfari svekktur. „Við vorum einu marki undir en skorum svo ekki. Ástæðan er ekki sú að við fáum ekki færi. Erum að klúðra víti, hraðaupphlaupi og vorum að fá færin. Við bara nýttum þau ekki því miður. Markatalan skiptir miklu máli og því er svekkjandi að tapa svona stórt. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna en ég hef séð þá betri í vörn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá náðum við ekki einu sinni að klukka þá. Vörnin var aðalsmerki okkar í Frakklandi en hana vantaði alveg í fyrri hálfleik.“Viljum þetta eða ekki Þó að þjálfarinn væri eðlilega svekktur þá gat hann reynt að sjá björtu hliðarnar líka. „Það var ágætis innkoma hjá sumum en heilt yfir þá eiga allir meira inni. Niðurstaðan er því ekkert stig. Vörnin var ekki góð eins og áður segir og við fengum ekki markvörslu heldur,“ segir þjálfarinn en hann var ósáttur við hversu illa gekk að beisla Stoilov á línunni. „Hann var okkur erfiður. Fékk fullmikið að vinna úr. Lazarov var okkur erfiður í fyrri hálfleik en við náðum að stöðva hann betur í síðari.“ Eins og áður segir er ekkert annað í stöðunni hjá íslenska liðinu en að vinna alla síðustu leiki sína í riðlinum. „Það er bara staðan. Við vissum að við þyrftum sex stig úr þessum lokaleikjum og staðan er enn sú sama. Það er ekkert annað í boði en að menn rífi sig upp fyrir seinni leikinn. Annaðhvort viljum við þetta eða ekki. Það kemur í ljós í heimaleiknum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira