Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 11:18 Jóhanna minnist þess hve hart Bjarni gekk fram í þinginu árið 2011. Vísir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Sjá meira