Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 11:18 Jóhanna minnist þess hve hart Bjarni gekk fram í þinginu árið 2011. Vísir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira