Sala Apple-snjallúra eykst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hreppti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi slíkt hið sama. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaherferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að fjölgun hefði verið á framleiðendum íþróttasnjallúra. Hefur samdráttur sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrirtækini í janúar, alls sex prósent starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fitbit. Herma heimildir Yahoo að GPS-móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal fídusa úrsins. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hreppti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi slíkt hið sama. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaherferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að fjölgun hefði verið á framleiðendum íþróttasnjallúra. Hefur samdráttur sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrirtækini í janúar, alls sex prósent starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fitbit. Herma heimildir Yahoo að GPS-móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal fídusa úrsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira