Sala Apple-snjallúra eykst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hreppti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi slíkt hið sama. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaherferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að fjölgun hefði verið á framleiðendum íþróttasnjallúra. Hefur samdráttur sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrirtækini í janúar, alls sex prósent starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fitbit. Herma heimildir Yahoo að GPS-móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal fídusa úrsins. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær. Hreppti Apple þar með fyrsta sætið af Fitbit sem seldi flest snjallúr á sama tímabili í fyrra. Seldi Fitbit nú 2,9 milljónir snjallúra en 4,5 milljónir í fyrra. Varð þessi samdráttur ekki einungis til þess að Apple stökk upp fyrir Fitbit heldur gerði kínverski framleiðandinn Xiaomi slíkt hið sama. Neil Mawston, einn rannsakenda Strategy Analytics, sagði í samtali við Engadget að snjallúr Apple seljist nú vel vegna öflugrar auglýsingaherferðar og stílhreins útlits. Þá sé einnig auðvelt að nálgast þau. Útskýrði hann samdráttinn hjá Fitbit með því að fjölgun hefði verið á framleiðendum íþróttasnjallúra. Hefur samdráttur sölu hjá Fitbit orðið til þess að 110 var sagt upp hjá fyrirtækini í janúar, alls sex prósent starfsmanna. Yahoo Finance birti í upphafi mánaðar myndir sem sagðar eru vera af væntanlegu nýju snjallúri Fitbit. Herma heimildir Yahoo að GPS-móttakari, púlsmælir og einstaklega bjartur skjár séu á meðal fídusa úrsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira